Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2015 10:01

Stefna á að byggja átta parhús til útleigu á Akranesi

Fyrirtækinu Grenjum ehf. hefur verið úthlutað lóðum við Blómalund 1-3, 5-7-9 og 11-13 á Akranesi. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraneskaupstaðar. Nú hefur fyrirtækið einnig sótt um lóðir við Akralund 8, 10, 12 og 14 og liggja fyrrnefndar lóðir við þessar tvær götur saman og mynda eina heild í hverfinu. Í fundargerðinni kemur fram að hugmyndir fyrirtækisins gangi út á að byggja átta einnar hæðar parhús á þessum lóðum, samtals 16 íbúðir. Þá stendur til að allar íbúðirnar verði settar inn í leigufélag. Til að heimilt verði að byggja parhúsin samkvæmt uppdráttum þarf að óska eftir deiliskipulagsbreytingu og hefur bæjarráð því óskað álits skipulags- og umhverfissviðs. Bæjarráð hefur einnig falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að afla upplýsinga um framboð leiguhúsnæðis á Akranesi og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs var falið að svara fyrirtækinu í samræmi við umræður á fundinum. Við vinnslu fréttarinnar var haft samband við forsvarsmenn fyrirtækisins Grenja ehf. sem vildu ekki tjá sig um málið á þessu stigi.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is