Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2015 01:01

Tónlistarnámskeið á Akranesi fyrir börn á aldrinum 3-5 ára

Valgerður Jónsdóttir tónmenntakennari á Akranesi er að fara af stað með tónlistarnámskeiðið „Tónlist og hreyfing“ fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Tónlist hefur verið stór partur af lífi Valgerðar, bæði hljóðfæraspil og söngur. Hún útskrifaðist sem tónmenntakennari árið 2000 og hefur síðan unnið mikið við tónlistarkennslu. Fyrstu fjögur árin eftir útskrift kenndi hún tónlist á leikskólanum Grænuborg í Reykjavík. „Ég hef líka unnið með tónlist fyrir ungabörn og hélt ég t.d. námskeið í ungbarnatónlist hér á Akranesi fyrst eftir að ég flutti hingað árið 2011. Ég kynntist þess háttar námskeiðum þegar ég bjó í Danmörku fyrir nokkrum árum og fyrstu námskeiðin sem ég hélt voru haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Ég hef líka starfað mikið við kórstjórn, stjórnaði t.d. tveimur kórum úti í Danmörku og er nú kórstjóri Karlakórsins Svana hér á Akranesi, sem og Skólakórs Grundaskóla þar sem ég er starfandi tónmenntakennari,“ segir Valgerður í samtali við Skessuhorn.

 

Sjá nánar Skessuhorn vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is