Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2015 02:01

Unnið að bættu umferðaröryggi í Stykkishólmi

Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, hefur verið falið að láta vinna áætlun um sérstakar umferðaröryggisaðgerðir vegna aukinnar umferðar ökutækja í nágrenni gististaða í bæjarfélaginu. Þetta kom fram í fundargerð bæjarráðs í lok júlí. Á fundinum var fjallað um fjölmörg erindi þar sem óskað er eftir leyfi til þess að reka gistiþjónustu enda hefur heimsóknum erlendra ferðamanna í Stykkishólm fjölgað mikið. Íbúar í Stykkishólmi óttast aukna umferð um íbúðargötur og slysahættu sem stafar frá umferðinni og telur bæjarráð að setja verði reglur um fjölda bílastæða við gistihús og heimagistingu, sem verði innan lóða þeirra húsa sem gistingin er rekin samkvæmt rekstarleyfi.

Í bréfi sem birt er á vef Stykkishólmsbæjar segir bæjarstjóri að undirbúningur að semja reglur um þetta sé þegar hafinn. Ljóst sé að reglur um umferð og bílastæði þurfi einnig að ná til umferðar stærri bíla, svo sem hópferðabíla og flutningabíla. Þá beri að geta þess að unnið sé að því að deiliskipuleggja hafnarsvæðið með tilliti til þess að selja þar aðgang að bílastæðum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is