Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2015 03:01

Útlit fyrir slaka berjasprettu

Margir unnendur berjatínslu og berjaáts hafa beðið með óþreyju eftir að sjá hvort ber nái að þroskast á lyngum eftir fremur erfitt vor. Lausleg könnun Skessuhorns á Snæfellsnesi og í uppsveitum Borgarfjarðar um síðustu helgi bendir til að finna megi ber en í litlu magni. Svo virðist sem einhverjar veðurfarslegar ástæður hafi valdið því að ber eru einungis á hluta berjalyngjanna. Lítið er um krækiber en betur lítur út með bláberjasprettu. Þar sem þau finnast eru berin stór en ennþá, þegar tíu dagar voru liðnir af ágúst, voru þau ljósgræn og áttu eftir að taka lit, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Vera kann að lynginu skorti vætu hér um vestanvert landið líkt og öðrum jarðargróðri. Það er því ástæða til að hvetja berjatínslufólk til að fara að gá til berja eftir um viku eða hálfan mánuð. Það er töluvert seinna en flest árin að undanförnu, en einkum var sumarið 2013 einkar gott berjasprettuár. Þá var hægt að byrja að tína eftir miðjan júlí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is