Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2015 05:07

Íslensk erfðagreining gefur íslensku þjóðinni jáeindaskanna

Íslensk erfðagreining hefur skuldbundið sig til að færa þjóðinni að gjöf allt að 5,5 milljónir bandaríkjadala til þess að kaupa og setja upp jáeindaskanna. Á núverandi gengi jafngildir gjöfin 726 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tók við yfirlýsingu þessa efnis úr hendi Kára Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins í dag. Ráðherra vonast til að nýr jáeindaskanni verði tekinn í notkun á Landspítala innan eins og hálfs árs. Kári Stefánsson kynnti ákvörðunina í húsakynnum fyrirtækisins í dag og afhenti Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra yfirlýsinguna. Þörf fyrir jáendaskanna á Landspítala var fyrst skilgreind og metin árið 2008 og hefur frá þeim tíma verið talin nauðsynleg í starfsemi sjúkrahússins. Jáeindaskönnun er sú rannsóknaraðferð í myndgreiningu sem vex hraðast í heiminum. Aðferðin hefur leitt til mikilvægrar framþróunar í greiningu og meðferð ýmissa tegunda krabbameina, en einnig hefur verið sýnt fram á notagildi jáeindaskanna í tengslum við rannsóknir og meðferð fleiri sjúkdóma. Kári lýsti ánægju sinni með að Íslensk erfðagreining gæti lagt sitt af mörkum til samfélagsins með þessu móti og lagði einnig áherslu á mikilvægt hlutverk jáeindaskanna við læknisfræðirannsóknir.

 

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir allt kapp verða lagt á að koma sem fyrst í not höfðinglegri gjöf Íslenskrar erfðagreiningar til þjóðarinnar og vonast til að jáeindaskanni verði tilbúinn til notkunar á Landspítala eftir um það bil eitt til eitt og hálft ár. Mikilvægur undirbúningur hafi þegar farið fram af hálfu Landspítalans sem nú komi að góðu gagni. Alþingi þurfi jafnframt að gera nauðsynlegar ráðstafanir á fjárlögum sem tryggi Landspítalanum fjármuni fyrir rekstri jáeindaskannans.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is