Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2015 04:36

Mikilvægi Rússlandsmarkaðar í rekstri HB Granda

„Mikilvægi Rússlandsmarkaðar í rekstri HB Granda hefur aukist verulega á undanförnum árum. Árið 2014 stöfuðu til að mynda um 17% tekna félagsins frá viðskiptum við rússneska aðila. Staðgengismarkaðir fyrir helstu afurðir sem seldar eru til Rússlands eru ekki til staðar,“ segir í tilkynningu frá HB Granda í dag, en ljóst er að Rússar setja algjört innflutningsbann á íslensk matvæli og tekur bannið gildi strax. „Það blasir því við að muni innflutningsbann Rússlands ná til innfluttra sjávarafurða frá Íslandi mun töluverður hluti þess afla félagsins sem unninn er í frystar afurðir á Rússlandsmarkað verða unnin í mjöl og lýsi. Við það mun vinna við aflann minnka og störfum við vinnsluna fækka svo um munar auk þess sem verðmæti aflans mun lækka töluvert. Erfitt er að meta fjárhagsleg áhrif þessa á HB Granda en gróflega áætlað munu tekjur félagsins lækka um u.þ.b. 10-15 milljónir evra á ársgrundvelli. Árið 2014 námu tekjur félagsins 215 milljónum evra. Félagið á nú um 6 milljónir evra í útistandandi kröfum í Rússlandi.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is