Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2015 02:01

Skallagrímsmenn styrkja lið sitt fyrir komandi tímabil

Bakvörðurinn Hafþór Ingi Gunnarsson hefur ákveðið að taka körfuboltaskóna af hillunni og leika með liði Skallagríms í 1. deild karla í körfuknattleik í vetur. Samhliða því mun hann áfram gegna stöðu aðstoðarþjálfara, eins og hann hefur gert undanfarið. Hafþór, oftast kallaður Haffi, á að baki á fjórða hundrað leiki á 16 ára meistaraflokksferli sínum. Flesta þeirra fyrir uppeldisfélag sitt, Skallagrím en einnig fjögur keppnistímabil með Snæfelli. Þar lék hann einmitt síðast, veturinn 2013-14, en varð að leggja skóna á hilluna að því loknu vegna hnémeiðsla. Haft er eftir Hafþóri í frétt á vef Skallagríms að nú sé hnéð í fínu standi og hann ætli því að taka slaginn með liðinu í 1. deildinni í vetur.

 

 

 

„Ljóst er að endurkoma Haffa í liðið er gríðarlegur fengur fyrir Skallagrím. Haffi kemur með miklar reynslu í farteskinu sem mun nýtast vel ungu liði Borgnesinga í átökunum í vetur,“ segir á vef Skallagríms.

Borgnesingar hafa bætt við hópinn víðar en í bakvarðarstöðuna. Um mánaðamótin var greint frá því að félagið hefði gengið frá samningi við bahameyska framherjann J.R. Cadot um að leika með félaginu í vetur. Cadot er 28 ára gamall, 196cm á hæð og lék með Texas Christian University í bandaríska háskólaboltanum. Að útskrift lokinni árið 2012 hefur hann leikið sem atvinnumaður á Nýja-Sjálandi og Slóvakíu þar sem hann skoraði að meðaltali 17 stig í leik, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Á vef Skallagríms er haft eftir Finni Jónssyni þjálfara að Cadot sé alhliða leikmaður sem bæði geti leikið undir körfunni og utan teigs. Hann sé öflugur varnarmaður og muni styrkja varnarleik Skallagríms. Miklar væntingar séu því bundnar við leikmanninn, en hann er væntanlegur í Borgarnes í byrjun september.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is