Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2015 01:57

Myndir: Loðnuhrognafarmi á leið til Rússlands snúið við til Akraness

Í dag hefur staðið yfir uppskipun á frystum loðnuhrognum úr flutningaskipinu Green Bergen í Akraneshöfn. Hrognunum er ekið rakleiðis í frystigeymslu HB Granda á Akranesi.

 

Á fimmtudag var hrognunum skipað út í Green Bergen í Akraneshöfn en þau eru hluti þeirra loðnuhrogna sem unnin voru hjá HB Granda á loðnuvertíðinni í vetur. Skipið hélt síðan til Reykjavíkur að sækja meira af afurðum. Síðan skyldi haldið með hinn dýrmæta farm til kaupenda í Rússlandi. Það varð þó ekki því viðskiptabann Rússa á fiskafurðir frá Íslandi skall á. Green Bergen var því snúið aftur við til Akraness þar sem farminum var skipað á land að nýju og hann settur í frystigeymslu HB Granda. Um er að ræða fleiri hundruð bretti af frystum loðnuhrognum.

 

Viðskiptabanns Rússlands á Ísland gætir þannig nánast frá fyrsta degi á Akranesi. Loðnuhrognavertíðin í vetur þótti afar vel heppnuð og gleðiefni hve mikið tókst að vinna af verðmætum afurðum hjá HB Granda á Akranesi. Það var meðal annars góðri hrognavertíð að þakka að fyrirtækið skilaði afar góðum rekstrartölum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Nú virðast markaðir fyrir þessar verðmætu afurðir hins vegar vera í uppnámi og þær liggja áfram í birgðum.

 

HB Grandi hefur tilkynnt að lokun markaða fyrir afurðir fyrirtækisins í Rússlandi muni líklega leiða til að þess að það verði af 1,5 til 2,2 milljarða íslenskra króna tekjum. Fyrirtækið á nú útistandandi tæpan milljarð króna í kröfum í Rússlandi. Talsmenn sjávarútvegsins hafa látið í ljós áhyggjur af því að íslenskum fyrirtækjum geti reynst erfitt úr þessu að fá útistandandi kröfur greiddar þar í landi nú þegar viðskiptabannið er skollið á.

 

Viðskiptabann Rússa er tilkomið vegna þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi með Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra frá Framsóknarflokki í fararbroddi styðja viðskiptabann margra vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna deilna í Úkraínu. Gunnar Bragi er 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis en Akranes er fjölmennasta sveitarfélag þess kjördæmis.  

 

Með því að fletta í myndum hér fyrir ofan má sjá þegar starfsmenn flutningafyrirtækisins ÞÞÞ á Akranesi, starfsmenn HB Granda og áhöfn Green Bergen unnu að uppskipun loðnuhrognanna á Akranesi fyrr í dag.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is