Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2015 11:11

Hrvoje Tokic með fernu í stórsigri Víkinga

Leikmenn toppliðs Víkings Ólafsvík heimsóttu botnlið BÍ/Bolungarvíkur í 16. umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu síðastliðinn föstudag. Strax á fimmtu mínútu leiksins komust Víkingar yfir eftir mistök í vörn heimamanna. Varnarmaður sendi boltann beint á Hrvoje Tokic sem fór framhjá markverðinum og lagði boltann í autt markið. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Hrvoje sitt annað mark. Hann fékk boltann í vítateig BÍ/Bolungarvíkur og lagði hann snyrtilega framhjá markverðinu. Staðan orðin 0-2 og ekki tíu mínútur liðnar af leiknum. Gestirnir héldu uppteknum hætti og juku forustuna í þrjú mörk á 19. mínútu. Alfreð Már Hjaltalín átti skalla sem bjargað var á marklínu. Boltinn barst út á kant og var sendur aftur fyrir markið. Aftur átti Alfreð skalla og nú hafnaði boltinn í netinu. Víkingar fengu vítaspyrnu á 42. mínútu eftir að William Dominguez var felldur í teignum. Hrvoje steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan í hálfleik 0-4, Víkingi í vil og Hrvoje kominn með þrennu. Hann var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu. Alfreð átti þá góðan sprett upp kantinn, lék á varnarmann BÍ/Bolungarvíkur, renndi boltanum fyrir markið á Hrvoje sem skoraði sitt fjórða mark.

 

 

Heimamenn sóttu aðeins í sig veðrið næstu mínúturnar og minnkuðu muninn á 71. mínútu þegar Loic Cédric Mbang Ondo skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það var hins vegar full seint í rassinn gripið fyrir heimamenn. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lokatölur á Torfnesvelli 1-5, Víkingi í vil.

 

Eftir leikinn eru Víkingar í toppsæti deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á undan Þrótti R. Í næstu umferð bjóða þeir leikmenn HK velkomna á Ólafsvíkurvöll þriðjudaginn 18. ágúst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is