Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2015 01:40

Hvetja til plöntunar skjólskóga við Hafnarfjall

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Akureyri dagana 14. - 16. ágúst sl. Skógræktarfélag Eyfirðinga var gestgjafi á fundinum og sóttu hann hátt í tvö hundruð fulltrúar, víðsvegar af landinu. Á fundinum voru meðal annars flutt ávörp og fræðsluerindi, farið í vettvangsferðir, auk hefðbundinna aðalfundarstarfa með afgreiðslu reikninga, ályktana og kosningu stjórnar.

Í einni af ályktunartillögunum hvetur aðalfundurinn til þess að unnið verði að nýju stórátaki við gerð skjólskóga við Hafnarfjall og jafnvel víðar á leiðinni frá Reykjavík í Borgarfjörð. Þetta verði gert til að auka umferðaröryggi á vindasömum stöðum. Tillagan er gerð á grundvelli ályktunar aðalfundar Skógræktarfélags Borgarfjarðar 14. apríl síðastliðinn. Þar kemur fram að á liðnum vetri hafi oft komið til þess að ófært hafi verið ökutækjum á þessari leið vegna vinda og því orðið knýjandi að leita leiða til að bæta umferðaröryggi. Fyrir allmörgum árum var hafist handa um gerð skjólbelta á hluta leiðarinnar en ekki hefur verið bætt við þau á undanförnum misserum, né beitt öðrum aðferðum skógræktar svo um muni til meira skjóls. Fundurinn fól stjórninni að leita eftir samráði við hagsmunaaðila um verkefnið til að hrinda átakinu í framkvæmd.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is