Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2015 08:01

Ráðherra heimsótti Snæfellinga

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti Snæfellsnes á sunnudag og mánudag í þessari viku. Með henni í för voru Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri og Valgerður Rún Benediktsdóttir skrifstofustjóri. Á sunnudaginn var hún í Snæfellsbæ, fór þaðan til Grundarfjarðar á mánudagsmorgun og eftir það í Stykkishólm. Áhersla ráðherra var á fjölsótta ferðamannastaði og einstök fyrirtæki í ferðaþjónustu eða nýsköpun á sviði iðnaðar. Gríðarleg fjölgun ferðamanna hefur orðið á milli ára og því mikilvægt að aðstaða sé góð til að taka á móti þeim. Í heimsókninni ræddi ráðherra við heimamenn um ýmsar leiðir til þess og leit svo við á helstu ferðamannastöðum.

 

 

Í heimsókn ráðherra í Grundarfjörð var m.a. litið við hjá Unnsteini Guðmundssyni hjá G.Run og fengu gestirnir kynningu á athyglisverðri nýsköpun sem hann hefur unnið að, sem er sérstök sporðskurðarvél. Vélin skilar meðal annars betri nýtingu á bolfiski og hefur Unnsteinn fengið styrki og verðlaun fyrir hönnun sína, sem er komin í framleiðslu og sölu.

„Það var virkilega ánægjulegt að fá ráðherra í heimsókn til að ræða og fara yfir hin ýmsu mál sem brenna á fólki og þurfa að vinnast í samstarfi við ráðuneytið,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is