Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2015 01:18

Hefja rekstur kúabús á sameinuðum jörðum

Miklar breytingar eru framundan í lífi fjölskyldunnar sem fram til þessa hefur búið að Látrum við Ísafjarðardjúp. Þar hafa hjónin Sigmundur Sigmundsson og Jóhanna Karlsdóttir búið með kýr en ætla nú að færa sig um set, flytja bústofn, vélar og tæki og koma sér fyrir á samliggjandi jörðunum Mið Görðum og Syðstu Görðum í Kolbeinsstaðarhreppi, sem nú tilheyrir sveitarfélaginu Borgarbyggð. En þau standa ekki ein í þessu því tvö barna þeirra; Jóhanna María og Jón, koma með þeim í búreksturinn á nýjum slóðum. Jóhanna María er búfræðimenntuð en hún er jafnframt fjórði þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Tók óvænt sæti á þingi í kjölfar mikillar fylgisaukningar flokksins í kosningunum vorið 2013. Varð hún um leið yngsti þingmaður Íslandssögunnar; 21 árs þegar þetta var, en átti tvo mánuði eftir í 22 árin. Um leið sló Jóhanna María nær átta áratuga gamalt met Gunnars Thoroddsen frá árinu 1934, en hann var 23 ára og 177 daga gamall þegar hann fór fyrst á þing. Jóhanna nam búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hafði m.a. starfað innan Búnaðarsamtaka Vestfjarða og verið um tíma formaður Samtaka ungra bænda. Þannig hafi hún fengið nasaþefinn af félagsmálastörfum. Þingstörfin hafa engu að síður komið henni talsvert á óvart. Ekki síst hversu orðljótir og óvægnir þingmenn geta orðið í garð hvers annars í hita leiksins í þingsal.

 

Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Jóhönnu Maríu að Mið Görðum í síðustu viku, en fjölskyldan hefur síðan um verslunarmannahelgi tekið til hendinni við ýmsar endurbætur og undirbúið flutninga á nýjar slóðir.

 

Sjá ítarlegt viðtal við bóndann og þingkonuna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is