Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2015 06:01

Lagning ljósleiðari hafin í Eyja- og Miklaholtshreppi

„Rarik keyrði af stað í fyrradag, þetta er í raun og veru bara byrjað. Nú er um það bil mánuður í að hægt verði að tengja þá fyrstu inn á kerfið,“ sagði Eggert Kjartansson, oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi, með bros á vör þegar blaðamaður Skessuhorns heimsótti hann síðastliðinn föstudag. Tilefni heimsóknarinnar er ljósleiðaravæðing Eyja- og Miklaholtshrepps, en í janúar lét hreppsnefnd frumhanna fyrir sig ljósleiðarakerfi um sveitafélagið. Á vormánuðum bauð Rarik út framkvæmdir vegna lagningar þriggja fasa rafmagns ásamt möguleika á ljósleiðarastreng í hluta af sveitarfélaginu. Snemma í júní lá fyrir hver kostnaður við ljósleiðarann væri og í sumar unnu hreppsnefndarmenn að því að fá fjarskiptafyrirtæki til samstarfs við sveitafélagið vegna lagningar strengsins. Sú vinna bar hins vegar ekki árangur. „Eftir að hafa verið í samskiptum við Mílu lá fyrir að við myndum gera þetta sjálf,“ segir Eggert. Hann tekur þó fram að í þeim samskiptum hafi allir komið hreint fram frá byrjun. „Þetta er einkafyrirtæki sem er ráðandi á þessum markaði. Öll skref sem þeir stíga eru fordæmisgefandi. Ég skil þeirra sjónarmið mjög vel,“ bætir hann við.

 

 

Niðurstaðan varð því sú að sveitarfélagið mun standa að ljósleiðaravæðingu Eyja- og Miklaholtshrepps. Framkvæmdin og síðar rekstur ljósleiðarans verður því alfarið á vegum sveitarfélagsins og á kennitölu þess. „Hreppsnefnd og ég erum reyndar þeirrar skoðunar að fjarskiptafyrirtæki eigi að gera þetta. Sveitarfélög eiga ekki að standa í þessu. Aftur á móti eru aðstæður þannig að við verðum bara að gera þetta sjálf. Hreppsnefnd er einhuga í þessu máli, sem er mjög jákvætt,“ segir Eggert.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is