Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2015 06:01

Hvalfjarðardagar verða haldnir í lok ágúst

Sumarhátíðin Hvalfjarðardagar verða haldnir síðustu helgina í ágúst, dagana 28.-30. ágúst, og er þetta annað árið sem hátíðin spannar heila helgi. Upphaf Hvalfjarðadaga má rekja til töðugjalda og sumarlokahátíðar sem fyrst var haldin fyrir átta árum. Hvalfjarðardagurinn var svo haldinn í fyrsta skipti fyrir fjórum árum og þá af frumkvæði aðila í ferðaþjónustu í sveitinni. Menningar- og atvinnuþróunarnefnd sveitafélagsins hefur einnig komið að skipulagi hátíðarinnar síðustu ár. Heiður Hallfreðsdóttir frá Kambshóli sér um hátíðina fyrir hönd undirbúningshóps Hvalfjarðardaga. Í spjalli blaðamanns við Heiði kom eftirfarandi fram:

 

 

Áhersla er lögð á fjölbreytta dagskrá um alla sveit og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst á föstudeginum með erindi frá Safnahúsi Borgarfjarðar að Hlöðum. Fjallað verður um sérstöðu sýningarinnar Gleym þeim ey. Sagt verður frá Helgu Pétursdóttur frá Draghálsi og verður það Þóra Elfa Björnsson, barnabarn Helgu Pétursdóttur, og Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahússins sem koma og segja frá. Á föstudagskvöldinu verður sveitagrill í Fannahlíð en þar koma sveitungar og aðrir gestir saman og grilla. Þessi liður hátíðarinnar var nýr á síðasta ári og stimplaði sig vel inn í hátíðina svo ákveðið var að halda þessu áfram í ár.

 

Eitthvað fyrir alla á laugardeginum

Fjölbreytt dagskrá verður á laugardeginum en þá verður Hvalfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn en það er skipulagt af ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar. Hægt verður að velja um þrjár vegalengdir til að hlaupa; 5, 7 og 14 km. með tímatöku. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í þremur aldursflokkum. Skráning í hlaupið er á www.hlaup.is. Sjóbaðsfélag Akraness stendur fyrir Helgusundi. Synt verður úr Geirshólma yfir í land við Helguvík og er leiðin um 1.600 metra löng. Björgunarfélag Akraness verður sundfólki innan handar á leiðinni. Áhugasamir geta skráð sig á hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is

 

Stóri sveitamarkaðurinn verður á sínum stað á Þórisstöðum og hefur hann aldrei verið stærri en í ár. Partýljón Ískra daga mun halda uppi stemningunni, spákona verður á svæðinu, boðið verður upp á fjölskyldujóga og teymt verður undir börnum. Á Bjarteyjarsandi verður fjölbreytt dagskrá. Morgunstund með dýrum og súputónleikar í hlöðunni. María Jónsdóttir söngkona og Óskar Magnússon gítarleikari ætla að flytja ástarljóð ýmissa tónskálda frá liðnum tímum og til okkar daga og ljúffeng uppskerusúpa úr fersku hráefni og heimabakað brauð verður á boðstólnum. Ferstikluskáli mun bjóða upp á ís og pylsur fyrir gesti. Hernámssetrið verður opið og verður tveir fyrir einn á safnið og glaðningar fyrir börnin. Á laugardagskvöldinu verður pubquiz trúbadorstemning á Kaffi Koti á Þórisstöðum.

 

Glæsileg sýning í Hallgrímskirkju

Á sunnudeginum verður opið í Vatnaskógi og boðið verður upp á bátalán, gönguferðir og hoppukastala. Sýnd verður stuttmyndin „Áfram að markinu“ sem gerð var í tilefni 90 ára afmæli Vatnaskógar. Dagskránni lýkur svo með glæsilegri sýningu í Hallgrímskirkju í Saurbæ með sýningu á örlagasögu Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og leikkona mun sýna verkið.

 

Það er tilvalið að taka bíltúr í Hvalfjörðinn þessa helgi og skoða það sem sveitin hefur uppá að bjóða. Nánari dagskrá kemur í næsta blaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is