Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2015 03:31

Dúmbó og Steini stefna á stórdansleik á Akranesi

Hljómsveitin Dúmbó og Steini stefna á að halda stórdansleika á Akranesi 7. nóvember næstkomandi. Hafa þeir óskað eftir að fá íþróttahúsið við Vesturgötu á leigu undir viðburðinn og var erindi þeirra tekið fyrir á fundi bæjarráðs 13. ágúst síðastliðinn. Í fylgiskjölum fundargerðarinnar kemur fram að félagarnir í Dúmbó og Steina hafi í kjölfar 50 ára afmælistónleika fengið fjölda áskorana um að halda dansleik á Skaganum fyrir þann aldurshóp sem byggði upp vinsældir hljómsveitarinnar og sótti böllin af krafti í þá daga. Í framhaldinu sendi hljómsveitin tölvupóst til allflestra Skagamanna í árgöngunum 1942 - 1952 um fyrirhugaðan dansleik. Upphaflega stóð til að dansleikurinn yrði haldinn í Gamla Kaupfélaginu en miðað við viðbrögðin við bréfinu telja þeir félagar að sá salur verði of lítill undir þann fjölda fólks sem búist er við að vilji mæta. „Nú á eftir að reyna á þátttökuna en hún gæti orðið sex til sjö hundruð manns og það sem okkur þætti mjög leitt er að mikill fjöldi fengi ekki aðgöngumiða og að alltof þröngt yrði um þá sem kæmust inn í Gamla Kaupfélagið,“ segir í fylgiskjali fundargerðarinnar. Hefur hljómsveitin því óskað eftir að fá afnot af íþróttahúsinu fyrir viðburðinn.

 

 

 

Jákvætt tekið í erindið

Dagsetningin á viðburðinum er ákveðin með tilliti til menningarhátíðarinnar Vökudaga, sem er haldin á Akranesi á hverju hausti. Telja meðlimir hljómsveitarinnar að brottfluttir sem ætla að sækja dansleikinn geti þá nýtt tækifærið og kíkt á fleiri menningarviðburði sem verði í gangi á þessum tíma. Bæjarráð Akraneskaupstaðar tók jákvætt í erindið og vísaði því til menningar- og safnanefndar til skoðunar í tengslum við hvort viðburðurinn geti verið hluti af formlegri dagskrá Vökudaga. „Við getum lítið tjáð okkur um málið á þessu stigi. Það eina sem við getum sagt er að það var tekið jákvætt í erindið og nú er búið að vísa þessu áfram til hluteigandi aðila, sem taka endanlega ákvörðun,“ sagði Jón Trausti Hervarsson, einn af meðlimum Dúmbó og Steina í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is