Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2015 10:16

Uppbygging fyrir um hálfan milljarð króna í Ólafsdal

Í gær undirritaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku eigna og lands í Ólafsdal í Gilsfirði. Þar eru ráðgerðar endurbætur fyrir allt að hálfum milljarði króna á næstu árum. Eins og kunnugt er stofnaði Torfi Bjarnason árið 1880 fyrsta búnaðarskóla landsins í Ólafsdal og starfrækti þar til 1907. Þar námu 154 skólapiltar víða af landinu flest það sem til framfara stefndi í búskaparháttum. Frá árinu 2007 hefur Ólafsdalsfélagið unnið að uppbyggingu staðarins en forsvarsmenn þess leituðu á síðasta ári til Minjaverndar um þátttöku í verkefninu. Minjavernd er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja. Í samkomulaginu felst að félaginu er falið að endurreisa byggingar í Ólafsdal og hafa umsjón með menningarlandslagi á svæðinu. Ríkissjóður afsalar sér í því skyni 57,5 hektara landspildu til Minjaverndar sem tekur meðal annars að sér að endurbyggja gamla skólahúsið og önnur hús sem enn standa í Ólafsdal, auk þess að endurgera þau hús sem þar stóðu áður og tengjast starfi búnaðarskólans gamla.

 

Við uppbygginguna verður lögð áhersla á að byggingar haldi upprunalegum einkennum  en um leið að þær nýtist sem best miðað við kröfur nútímans. Minjavernd áætlar að heildar kostnaður við uppbygginguna gæti numið 400-500 milljónum króna.

 

Nánar verður sagt frá verkefninu í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is