Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2015 02:10

Kínverjar stuðla að offramboði á álmörkuðum

Á tiltölulega skömmum tíma hafa Kínverjar byggt upp risavaxinn áliðnað þar í landi. Í Kína er nú framleitt meira en helmingur af öllu áli í heiminum og fer það hlutfall vaxandi. Þetta hefur leitt til lokunar álvera. Afkoma í áliðnaði sveiflast eftir því hvernig framboð og eftirspurn er hverju sinni. Nú er aftur á móti komið upp það óvenjulega ástand að viðvarandi offramboð er til staðar. Þess vegna hefur þrengt að hagnaði i áliðnaðinum og áhættan aukist. Kínverjar bjóða nú ál til sölu utan Kína á verði sem er jafnvel umtalsvert lægra en vestræni áliðnaðurinn getur boðið. Mike Bless, forstjóri Century Aluminum móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, var nýverið á ferð hér á landi. Hann segir að vegna aðstæðna á markaði og lágs álverðs á heimsmarkaði sé nauðsynlegt að grípa til aðhalds í rekstri fyrirtækisins og muni áhrifa þess gæta á næstunni.

Flutt út í bága við kínversk lög

Í bréfi sem Mike Bless sendi starfsmönnum Norðuráls í kjölfar heimsóknarinnar, og Skessuhorn hefur undir höndum, segir hann að það þurfi vart að taka fram að ytri aðstæður í áliðnaði eru erfiðar um þessari mundir. Bless segir ástæða fyrir hverri uppsveiflu og niðursveiflu í álverði ýmist vera raunverulega eða ímyndaða. Að þessu sinni eru það áhyggjur af því að Kína muni stórauka útflutning á hrááli, í ýmsum útfærslum, inn á markaði þar sem umframeftirspurn er eftir málminum nú þegar m.a. til Bandaríkjanna og Evrópu. Hann segir að aukin trú og vísbendingar séu um það meðal aðila á markaði að umtalsvert magn af áli sé flutt út í bága við kínversk lög og reglugerðir, sem og alþjóðlega viðskiptastaðla. „Þá eru vaxandi grunsemdir um bein svik. Það er erfitt að greina hismið frá kjarnanum en við teljum rökrétt að álykta að höfð séu áhrif á markaði með óréttmætum og að öllum líkindum ólöglegum aðgerðum,“ skrifar Mike Bless til starfsmanna Norðuráls.

 

Í bréfi sínu til starfsmanna segir forstjórinn að Century muni ekki standa hjá og láta slíka hegðun óátalda. „Við vinnum ötullega að því með kollegum okkar í iðnaðinum að uppfræða ríkisstjórnir í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er skylda þeirra að tryggja sanngjarna viðskiptahætti og eðlilega virkni markaða. Þá vinnum við náið með þingnefndum í þeim fylkjum í Bandaríkjunum þar sem við störfum. Að okkur mati er mikilvægt að bregðast við gagnvart þeim sem grípa til óviðeigandi viðskiptahátta.“

 

Allt gert til að tryggja hagkvæmni

Mike Bless segir að skoðuð hafi verið þau svið fyrirtækisins sem hægt er að hafa bein áhrif á. „Sú skoðun hefur leitt til niðurstöðu sem kallar á nauðsynlegar en erfiðar aðgerðir. Við verðum að gera það sem við getum, hversu erfitt sem það reynist, til að tryggja hagkvæmni fyrirtækja okkar á þessu krefjandi tímabili og koma sterk og kraftmikil fram að því loknu. Velgengni fyrirtækja okkar til að dafna til lengri tíma er algert forgangsatriði,“ sagði Mike Bless.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is