Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2015 03:32

Vaxtahækkun Seðlabankans mun kosta meira en viðskiptabann Rússa

„Það er gjörsamlega ólíðandi að Már Guðmundsson [seðlabankastjóri] taki ákvörðun um að auka kostnað heimila og fyrirtækja um tugi milljarða króna vegna þessarar ákvörðunar um stýrivaxtahækkun en hugsanlega kostar þessi hækkun almenning og fyrirtæki meira en viðskiptabann Rússa mun gera,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í tilefni þeirrar ákvörðunar Seðlabanka Íslands í gær að hækka stýrivexti bankans um 10 prósent, úr 5,0% í 5,5%. „Það er sorglegt að sjá þegar forsvarsmenn Seðlabankans koma tiplandi á tánum með kassann úti á vaxtaákvörðunardegi og tilkynna alþýðunni og fyrirtækjum að framundan sé hugsanlega umtalsverð hækkun stýrivaxta og það jafnvel næstu misserin og ástæðan jú, vegna þess að alþýðan fékk „of miklar launahækkanir“. Að kenna síðan kjarasamningum um að verðbólgan sé hugsanlega að fara á skrið er grátbroslegt, nær væri fyrir Seðlabankastjórann að draga úr peningamagni í umferð í stað þess að auka það með uppkaupum á gjaldeyri.“

 

 

Vilhjálmur segir að ef verðbólgan fari á skrið þá verði það seðlabankastjóranum og Samtökum atvinnulífsins um að kenna vegna þess að þessir aðilar eru búnir að standa með gjallarhorn á hverju götuhorni og öskra að launahækkanir kjarasamninga munu leiða til aukinnar verðbólgu, þótt engar forsendur séu fyrir slíku eins og framkvæmdastjóri IKEA hefur réttilega bent á í fréttum. Eins og kunnugt er gaf IKEA verslanakeðjan hérlendum yfirvöldum peningamála langt nef sama dag og ákvörðun um hækkun stýrivaxta var tekin og kynnti lækkun vöruverðs hér á landi, einmitt vegna þess að launahækkun í samningunum reyndist minni en gert hafði verið ráð fyrir.

 

„Mikilvægt er að almenningur átti sig á því hvaða afleiðingar það hefur fyrir heimilin og fyrirtæki þegar stýrivextir eru hækkaðir með þeim hætti sem Seðlabankinn hefur gert tvisvar í röð,“ skrifar Vilhjálmur. „Sem dæmi þá liggur fyrir að hjón sem eru með 25 milljóna króna óverðtryggt húsnæðislán þurfi að greiða 250.000 kr. meira í vexti á ári bara við það eitt að vextirnir skuli hækka um 1%. Þetta þýðir að öll launahækkunin eins og hún lagði sig í síðustu kjarasamningum hefur verið tekin í burtu á einu bretti,“ skrifar Vilhjálmur. Hann bregður á orðaleik í lok greinar sinnar og segir: „Ég ítreka það sem ég hef sagt áður, það þarf að afmá Má úr Seðlabankanum enda er peningastefnan sem hann stendur fyrir að stórskaða íslensk heimili og atvinnulíf með okurvaxtastigi sem ekki þekkist í neinu landi sem við viljum bera okkur saman við.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is