Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2015 09:01

Víkingskonur hafa lokið þátttöku í Íslandsmótinu í ár

Víkingur Ó. mætti Grindavík suður með sjó í lokaleik B riðils fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu síðastliðið miðvikudagskvöld. Leik liðanna fyrr í sumar lauk með 2-2 jafntefli á Ólafsvíkurvelli en fyrir leikinn núna var ljóst að Víkingur ætti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Grindvíkingar voru aftur á móti öruggir með sæti í þeirri keppni og því í sjálfu sér ekki að miklu að keppa á Grindavíkurvelli.

 

Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum. Marjani Hing-Glover kom þeim yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og bætti síðan öðru marki við á 59. mínútu. Guðrún Bentína Frímannsdóttir innsiglaði svo 3-0 sigur Grindvíkinga á 71. mínútu og tryggði Grindvíkingum toppsæti riðilsins.

 

Leikmenn Víkings Ó. ljúka því keppni í Íslandsmótinu í ár í fjórða sæti B riðils með fimm sigra, þrjú jafntefli og fjögur töp, sem verður að teljast viðunandi árangur í ljósi þess að þetta er aðeins þriðja tímabilið sem liðið tekur þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is