Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2015 09:01

Víkingskonur hafa lokið þátttöku í Íslandsmótinu í ár

Víkingur Ó. mætti Grindavík suður með sjó í lokaleik B riðils fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu síðastliðið miðvikudagskvöld. Leik liðanna fyrr í sumar lauk með 2-2 jafntefli á Ólafsvíkurvelli en fyrir leikinn núna var ljóst að Víkingur ætti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Grindvíkingar voru aftur á móti öruggir með sæti í þeirri keppni og því í sjálfu sér ekki að miklu að keppa á Grindavíkurvelli.

 

Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum. Marjani Hing-Glover kom þeim yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og bætti síðan öðru marki við á 59. mínútu. Guðrún Bentína Frímannsdóttir innsiglaði svo 3-0 sigur Grindvíkinga á 71. mínútu og tryggði Grindvíkingum toppsæti riðilsins.

 

Leikmenn Víkings Ó. ljúka því keppni í Íslandsmótinu í ár í fjórða sæti B riðils með fimm sigra, þrjú jafntefli og fjögur töp, sem verður að teljast viðunandi árangur í ljósi þess að þetta er aðeins þriðja tímabilið sem liðið tekur þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is