Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2015 10:04

Landsbankinn hagnast um rúma tvo milljarða á mánuði

Landsbankinn kynnti afkomu sína í gær. Hagnaður bankans var 12,4 milljarðar króna eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 14,9 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2014. Hreinar vaxtatekjur voru 16,2 milljarðar króna og hækka um 6% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 3,4 milljörðum króna og hækka um 16% frá sama tímabili árið áður. Virðisbreytingar útlána lækka um 9,6 milljarða króna á milli ára, en hagnaður af hlutabréfum hækkar á sama tíma um tæpa 5 milljarða. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,4% á ársgrundvelli samanborið við 12,8% á sama tímabili árið áður. Kostnaðarhlutfall lækkar umtalsvert, er 44,8% á fyrri helmingi ársins en var 54,9% á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður hækkar um 2% milli ára, en betri tekjusamsetning skýrir lækkun kostnaðarhlutfallsins. Innlán frá viðskiptavinum hafa aukist um 13% á árinu og útlán um 6% en hluta þess má rekja til samruna við Sparisjóð Vestmannaeyja í lok mars, en rekstraráhrifa hans gætir nú í uppgjöri bankans í fyrsta sinn. Á fyrri helmingi ársins námu ný íbúðalán 31,7 milljarði króna, en voru 21,5 milljarður króna á sama tíma á síðasta ári.

 

 

Steinþór Pálsson bankastjóri segir afkomu Landsbankans fyrstu sex mánuði ársins vera með ágætum, tekjusamsetningin betri en áður og fjárhagsstaðan traust. „Bankinn hefur notið góðs af hagstæðri þróun í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum og viðskipti hafa verið að aukast umtalsvert. Markaðshlutdeild bankans í útlána- og innlánastarfsemi og í markaðsviðskiptum heldur áfram að aukast.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is