Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2015 10:57

Sveitarfélög skerpa á innheimtu vegna svartrar atvinnustarfsemi

Uppsveifla í ferðaþjónustu undanfarin misseri felur í sér nýjar áskoranir fyrir sveitarfélög landsins, m.a. vegna breyttrar nýtingar á fasteignum. Samband íslenskra sveitarfélaga brýnir sveitarfélög í landinu til að herða eftirlit með hvernig nýting íbúðarhúsnæðis er. Ef það er leigt út til ferðaþjónustu ber eigendum þess skylda til að greiða hærri fasteignagjöld. „Framboð á heimagistingu hefur aukist mikið, auk þess sem algengt er að íbúðarhúsnæði sé leigt út á bókunarvefjum,“ segir í tilkynningu frá SÍS. Þá segir að töluverður misbrestur hafi verið á því að aflað væri tilskilinna leyfa til slíks rekstrar og hluti þessara auknu umsvifa tengjast svonefndri svartri atvinnustarfsemi. Töluverðir hagsmunir felast í því að sveitarfélög lagi stjórnsýslu sína að þessum breytingum og þau gæti þess m.a. að álagning fasteignaskatts taki mið af nýtingu húsnæðis.“

 

Í leiðbeiningum sem sambandið hefur birt á heimasíðu sinni er að finna ábendingar um ýmis álitaefni sem nýst geta sveitarfélögum við ákvörðun um álagningu fasteignaskatts á mannvirki sem tengjast ferðaþjónustu. Leiðbeiningarnar hafa vakið töluverð viðbrögð og er ljóst að víða er áhugi á því að vanda betur til verka við álagningu fasteignaskatts á þessar fasteignir.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is