Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2015 06:01

Vel á fimmta þúsund nýir vegfarendur í umferðinni

Skólar eru nú að hefja vetrarstarf sitt með tilheyrandi umferð barna og foreldra, gangandi eða akandi. Gert er ráð fyrir að um fjögur þúsund og fimm hundruð börn séu að fara í fyrsta skipti út í umferðina á leið til skóla í haust og því er brýn ástæða til að hvetja ökumenn til að hafa gætni að leiðarljósi í umferðinni á næstunni. Fjöldi barna á grunnskólaaldri er yfir 40 þúsund í landinu. Vegna þeirrar hættu sem börnunum getur stafað af umferðinni biður Samgöngustofa að vakin sé athygli á eftirfarandi atriðum. Þetta eru atriði sem brýnt er að foreldrar og börnin sjálf hafi í huga. Atriði sem geta skipt sköpum varðandi öryggi barnanna.

 

 

 

Út í umferðina

Barn sem er að byrja í skóla hefur ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem gefa þarf gaum í umferðinni. Brýnum fyrir börnum að þó að þau sjái bíl þá sé ekki öruggt að bílstjórinn sjái þau. Höfum í huga að við erum fyrirmyndir barnanna. Hvernig hegðum við okkur í umferðinni? Börn læra meira af því sem við gerum en því sem við segjum. Munum því að ganga aldrei á móti rauðu ljósi, nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað, t.d. öryggisbelti, hjólreiðahjálma og endurskinsmerki.

 

Notum virkan ferðamáta

Hvetjum börn og foreldra til að ganga eða hjóla í skólann. Það hefur góð áhrif á líkama og sál, er gott fyrir umhverfið og minnkar umferð í kringum skólana. Stysta leiðin í skólann er ekki alltaf sú öruggasta, miklu frekar leiðin þar sem sjaldnast þarf að ganga yfir götu. Þó aðstæður séu þannig að barnið geti gengið eitt í skólann er samt nauðsynlegt að fylgja því fyrstu dagana og fara vel yfir allar umferðarreglur. Kennið börnum einfaldar og fáar reglur til að fara eftir. Sjálfir þurfa foreldrar að fara eftir þessu reglum, ekki síst til að sýna gott og skilmerkilegt fordæmi.

 

Ekið í skólann

Ef ekið er í skóla er nauðsynlegt að gæta vel að því hvar barnið fer úr bílnum og stoppa ekki þar sem hætta getur skapast. Því skal alltaf hleypa börnum út þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut.

 

Tólf góð ráð

Hér eru tíu góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar hafi í huga og fræði börn sín um.

 

1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.

2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki endilega stystu.

3. Leggjum tímanlega af stað (flýtum okkur ekki).

4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir.

5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar.

6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.

7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.

8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir.

9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.

10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu.

11. Örugg leiksvæði.

12. Öryggi í kringum rútur og strætó.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is