Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2015 11:41

Starfsfólk Andabæjar fordæmir ákvörðun um að ráða ekki leikskólastjóra

Starfsfólks leikskólans Andabæjar á Hvanneyri hefur sent sveitarstjórn Borgarbyggðar bréf þar sem því er harðlega mótmælt að horfið hafi verið frá því að ráða í stöðu leikskólastjóra eftir að hún losnaði í sumar. Staðan hafi verið auglýst og sótti einn um, starfandi deildarstjóri sem starfmenn bera fullt traust til. Engu að síður hætti sveitarstjórn við að ráða í starfið. Þessu mótmæla starfsmenn harðlega. Bréf starfsmanna er svohljóðandi:

 

 

 

„Í 5. gr. laga um leikskóla (nr. 90/2008) segir: ,,Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Leikskólastjóri stjórnar daglegum rekstri og starfi leikskóla og gætir þess að leikskólastarf sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá og önnur gildandi fyrirmæli. Leikskólastjóri stuðlar að samstarfi milli foreldra, starfsfólks leikskóla og annars fagfólks með velferð barna að markmiði. Leikskólastjóri boðar til kennara- og starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir.“

Þann 9. júlí síðastliðinn auglýsti Borgarbyggð eftir leikskólastjóra við Andabæ en í auglýsingunni stóð að brýnt væri að viðkomandi gæti hafið störf í ágúst. Ein umsókn barst um starfið og kom hún frá starfandi deildarstjóra á Andabæ. Sá starfsmaður ber fullkomið traust samstarfsmanna sinna til að gegna starfi leikskólastjóra og hefur bæði menntunina og reynsluna sem til þarf í starfið, svo ekki sé minnst á þekkingu á starfsemi Andabæjar. Þrátt fyrir þessi miklu gæði er ákveðið á fræðslunefndarfundi þann 11. ágúst síðastliðinn að ráða ekki í starfið og var sú ákvörðun staðfest á sveitarstjórnarfundi 13. ágúst. Því hefur verið leikskólastjóralaust á leikskólanum frá og með 1. ágúst og stefnir allt í að það verði svoleiðis fram að áramótum miðað við fundargerð fræðslunefndar. Í henni segir: ,,Að höfðu samráði við verðandi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggðar er lagt til að fallið verði frá ráðningu að sinni og fyrirkomulag og stjórnun leikskólans skoðuð. Þeirri skoðun verði lokið ekki seinna en um næstu áramót.“

Starfsmenn leikskólans fordæma þessa ákvörðun og er það eindregin krafa þeirra að málið verði leyst sem fyrst. Leikskólar starfa ekki án leikskólastjóra og samkvæmt lögum á hann að vera til staðar. Starfsfólk hefur með þrautseigju og eljusemi náð að halda leikskólanum gangandi hingað til en ljóst þykir að ef málið leysist ekki hið snarasta muni staðan fara að bitna alvarlega á skólastarfinu. Nú eru viðkvæmir tímar á leikskólanum, aðlaganir og börn að færast á milli deilda og það er ekki boðlegt að starfsfólk þurfi að hafa áhyggjur af málum sem þessu á meðan. Í augum okkar er þessi ákvörðun sveitarstjórnar algjör vanvirðing í garð starfsmanna leikskólans sem og í garð leikskólastarfs í heild sinni. Við förum því fram á að ákvörðunin um að hætta við að ráða leikskólastjóra verði dregin til baka, að virðing verði borin fyrir umsóknarferlinu og að leikskólastjóri verði ráðinn hið fyrsta.

Virðingarfyllst, starfsfólk leikskólans Andabæjar á Hvanneyri.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is