Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2015 09:01

Örlagasaga Hallgríms og Guðríðar flutt á Hvalfjarðardögum

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verða Hvalfjarðardagar haldnir um næstu helgi. Hátíðin hefur vaxið að umfangi og fjölbreytileika og er ýmislegt nýtt á döfinni. Meðal þess má nefna að sunnudaginn 30. ágúst verður Örlagasaga Hallgríms og Guðríðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur flutt í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Höfundur flytur verk sitt og hefst sýningin klukkan 16:30. Staldrað er við mikilvægustu atriði í þroskaferli skáldsins, tengsl þeirra hjóna við háa sem lága á 17. öld, ástir þeirra og átök við yfirvöld, fátækt sem velsæld, börn þeirra og barnamissi, skáldfrægð, sjúkdóm og dauða.

 

 

Sýningin var frumsýnd á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi 2. apríl síðastliðinn við mjög góðar undirtektir og sýnd þar fram á vor. Steinunn var með gestaleik á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum 4. júlí og í umsögn um sýninguna í Eyjafréttum sagði m.a: “ Steinunn var ein á sviðinu allan tímann og flutti tölu sína blaðalaust og hiklaust, frásögnina málaði hún sterkum litum, hvert smáatriði þaulhugsað. Hvergi var hik í frásögninni sem leið áfram, flutt af lærðri leikkonu en ekki síður tjáð af ástríðu mikillar þekkingar og einlægrar ástar til viðfangsefnisins.”

Steinunn Jóhannesdóttir hefur um langt árabil fengist við ævi þessara einstæðu persóna sem sett hafa svo sterkan svip á sögu Íslendinga á 17. öld, Hallgímur sem eitt af mestu skáldum þjóðarinnar, Guðríður sem konan sem komst af frá Tyrkjaráninu 1627, sterkari, víðförulli og lífsseigari en flestar konur á hennar tíð. Steinunn lék Guðríði í leikriti Jakobs Jónssonar Tyrkja-Guddu í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma (1983-84). Hún samdi og leikstýrði Heimi Guðríðar, sem sýnt var í kirkjum víða um land á árabilinu 1995-2000. Heimildaskáldsagan Reisubók Guðríðar Símonardóttur kom út 2001. Heimanfylgja, skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð kom út 2010 og barnabókin Jólin hans Hallgríms 2014. Að auki hefur hún haldið fjölda fyrirlestra um efnið og birt um það ritgerðir.

„Framkvæmdaraðilar Hvalfjarðardaga hvetja allt áhugafólk um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur að nýta sér þetta einstæða tækifæri til þess að hlýða á örlagasögu þeirra í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, á þeim stað sem bestu ljóð og sálmar Hallgríms urðu til. Enginn aðgangseyrir er inn á sýninguna og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir,“ segir í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is