Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2015 04:45

ÍA - Fjölnir: bein textalýsing

Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Akranesvelli þar sem ÍA tekur á móti Fjölni í 17. umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst eftir rúma klukkustund, eða kl. 18:00.

Lýsingin verður hér að neðan og fréttin verður uppfærð eftir atvikum á meðan leik stendur.

 

Lesendum er bent á að nauðsynlegt er að ýta á „refresh“ hnappinn í vafranum því fréttin uppfærir sig ekki sjálfkrafa.

 


 

90. mín. + 5. Leik lokið. Pétur flautar. Ótrúlegum leik ÍA og Fjölnis á Akranesvelli lýkur með 4-4 jafntefli.

 

90. mín + 3. MARK! Skagamenn jafna! Darren Loug sendir fyrir markið frá vinstri. Boltinn er skallaður aftur þvert fyrir þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum missir af honum áður en hann berst til Garðars Gunnlaugssonar sem læddi sér á fjærstöngina og sendi hann framhjá Þórði í marki Fjölnis. 4-4!

 

90. mín. Skagamenn sparka boltanum langt fram en eiga ekki erindi sem erfiði. Leikurinn er að renna út í sandinn.

 

89. mín. Þriðja og síðasta skiptingin er gerð á liði Fjölnis. Anton Freyr Ársælsson kemur inn á fyrir Mark Magee.

 

87. mín. Skipting. Skagamenn gera sína síðustu breytingu. Hallur Flosason kemur inn á fyrir Jón Vilhelm Ákason.

 

81. mín. Skipting. Marko Andelkovic kemur af velli fyrir Skagamenn í stað Alberts Hafsteinssonar.

 

81. mín. MARK! Kennie Chopart er að koma Fjölni yfir! Skagamenn voru búnir að liggja í sókn undanfarnar mínútur og Ármann Smári búinn að vera frammi. Fjölnir náði skyndisókn, Aron Sigurðarson geystist upp vinstri kantinn, stakk boltanum inn fyrir á Kennie sem lagði hann snyrtilega framhjá Árna í markinu. 3-4, Fjölni ívil.

 

76. mín. Boltinn berst á Arsenij í teignum. Hann er í upplögðu marktækfæri en nær ekki að leggja boltann fyrir sig.

 

75. mín. MARK! Mark Eftir mistök í vörn Skagamanna berst boltinn á Aron Sigurðsson sem leggur hann í fjærhornið vinstra megin úr teignum. Skagamenn eru æfir, vilja meina að brotið hafi verið á Arnari Má í aðdragandanum en markið stendur og liðin eru jöfn.

 

72. mín. Árni Snær gerir vel þegar hann ver fast skot sem stefndi í hornið niðri.

 

71. mín. Skipting. Skagamenn gera sína fyrstu breytingu. Gunnlaugur sendir Arsenij Buinickij inn á fyrir Ólaf Val Valdimarsson.

 

71. mín. Fjölnismenn eiga skot frá vítateigsjaðrinum en framhjá markinu. Annars hefur fátt markvert, utan gulra spjalda gerst undanfarnar mínútur.

 

68. mín. Arnar Már fær gult spjald fyrir tæklingu á miðjunni. Rétt eins og Darren áðan var hann bara allt of seinn.

 

65. mín. Darren Lough fær gult spjald fyrir misheppnaða tæklingu úti á hægri kanti. Var allt of seinn þarna.

 

62. mín. Guðmundur Böðvar Guðjónsson fær gult spjald fyrir brot á Ólafi Val.

 

60. mín. Strax eftir innkastið áttu Fjölnismenn skot að marki sem fór af varnarmanni og beint á Árna Snæ.

 

60. mín. Darren Lough gerir heiðarlega tilraun til að koma boltanum niður á Langasand þegar hans hreinsar boltann út af. Spyrnan hins vegar aðeins of lág og slegin í burtu af áhorfanda í efstu röð.

 

58. mín. Gult spjald. Jonatan Gonzales fær gult spjald fyrir brot á Garðari rétt utan vítateigs vinstra megin. Garðar stendur yfir boltanum og tekur spyrnuna sjálfur en beint í vegginn.

 

56. mín. Tvöföld skipting. Ragnar Leósson og Viðar Orri Jónsson fara af velli og inn á í þeirra stað koma Illugi Þór Gunnarsson og Gunnar Már Guðmundsson.

 

55. mín. Ásgeir Marteins fær boltann úti á hægri kanti eftir sendingu frá Alberti. Leikur á varnarmann og nær þrumuskoti að marki sem Þórður Ingason ver yfir.

 

51. mín. Leikmenn Fjölnis komast í skyndisókn, eru þrír á þrjá. Aron Sigurðarson er með boltann úti fyirr vinstra vítateigshorninu. Tekur þá ákvörðun að leika á Ármann Smára  frekar en leggja hnn á liðsfélaga sína. Ármann í smá vandræðum en fær hjálp og Aron á misheppnaða sendingu fyrir markið sem Árni Snær nær auðveldlega. 

 

50. mín. Skagamenn leika laglega sín á milli fyrir utan vítateig Fjölnis. Endar með því að boltinn er lagður út á Garðar sem tekur hann viðstöðulaust á lofti en skot hans rétt framhjá markinu.

 

46. mín. Síðari hálfleikur er hafinn og Skagamenn byrja með boltann.

 

45. mín. Pétur Guðmundsson flautar. Hálfleikur. Heldur betur hefur færst fjör í leikinn eftir því sem líður á. Staðan er 3-2 þegar liðin halda til búningsklefa. Ábót af kaffi og síðari hálfleikur innan skamms.

 

45. mín. MARK! Mark Magee minnkar muninn fyrir Fjölni í uppbótartíma. Lagleg fyrirgjöf Viðars frá vinstri finnur kollinn á Mark Magee sem skallar hann laglega í nærhornið. 3-2.

 

44. mín. Leikmenn Fjölnis hafa verið heillum horfnir undanfarnar 10 mínútur eða svo.

 

42. mín. Aron Sigurðarson fær boltann við vinstri vítateigshorn Skagamanna, tekur skæri og reynir að leggja hann í fjær en skotið rétt framhjá.

 

40. mín. Albert Hafsteinsson á frábæra sendingu djúpt frá hægri kanti beint á kollinn á Garðari sem stendur rétt innan teigs. Hann stýrir skallanum vel en hársbreidd framhja´markinu.

 

38. mín. MARK! Garðar tók spyrnuna sjálfur. Lyfti boltanum glæsilega yfir varnarveginn og smellti honum í samskeytin og niður. Arnar Már Guðjónsson kom á ferðinni, henti sér á boltann og skoraði með flugskalla. Skagamenn leiða 3-1!

 

37. mín. Garðar er rifinn niður þar sem hann býst við að taka á móti langri sendingu Árna Snæs. Aukaspyrna dæmd. Garðar stendur yfir boltanum eina 25-30m frá markinu.

 

35. mín. Ólafur Valur á fínan sprett upp vallarhelming Fjölnis, er felldur og Skagamenn fá aukaspyrnu af um 25m færi. Jón Vilhelm tekur spyrnuna en beint í vegginn.

 

33. mín. Leikmenn Fjölnis hafa sótt eftir seinna mark Jóns Vilhelms en sóknartilburðir þeirra hafa engan árangur borið. Það er aðeins að færast fjör í leikinn.

 

28. mín. MARK! Það er skammt stórra högga á milli. Skagamenn eru komnir aftur yfir! Jón Vilhelm skorar sitt annað mark með skoti úr miðjum teignum eftir þríhyrningaspil við Albert Hafsteinsson. ÍA leiðir, 2-1.

 

27. mín. MARK! Fjölnismenn jafna. Arnór Eyvar leggur boltann laglega innfyrir vörn Skagamanna þar sem Mark Magee tekur á móti honum og leggur hann í fjærhornið.

 

25. mín. Leikmenn Fjölnis hafa aðeins sótt í sig veðrið eftir að Skagamenn komust yfir.

 

23. mín. Arnór Sigurðsson á fyrirgjöf. Ármann Smári hrasar á blautu grasinu og hittir boltann illa. Hann berst út í teiginn hægra megin þar sem sóknarmaður Fjölnis lætur vaða. Árni Snær hins vegar allan tímann með á nótunum og ver skotið.

 

21. mín. Góð sending frá vinstri kanti innfyrir vörn Skagamanna en Darren Lough með góða tæklingu og Árni Snær nær boltanum.

 

16. mín. MARK! 1-0 fyrir ÍA! Jón Vilhelm Ákason er búinn að koma Skagamönnum yfir. Garðar fleytti langri spyrnu Árna Snæs áfram í átt að marki Fjölnis. Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður Fjölnis, skallaði hann til baka á markvörð. Jón Vilhelm tók sénsinn, hljóp beint í átt að markinu, náði boltanum og lagði hann milli fóta Þórðs Ingasonar í marki Fjölnis.

 

15. mín. Aron Sigurðsson tekur skæri og leikur til vinstri við vítateig Skagamanna áður en hann skýtur framhjá markinu.

 

13. mín. Langt innkast Jóns Vilhelms ratar á koll Arnars Más sem skallar framhjá frá markteigslínunni.

 

13. mín. Óli Valur á góða sendingu fyrir markið en varnarmenn Fjölnis skalla frá.


9. mín. Annars fer þessi leikur afskaplega róleg af stað. Liðin eru aðeins að þreifa fyrir sér.

 

4. mín. Ólafur Valur vann boltann á hægri kanti, renndi honum á Ásgeir marteins sem hikaði við vítateiginn áður en hann reyndi að þræða sig í gegnum vörnina, án árangurs.

 

3. mín. Kantmaður Fjölnis á fína sendingu frá vinstri kanti í gegnum vörn Skagamanna en Árni Snær vel vakandi í markinu.

 

1. mín. Pétur Guðmundsson dómari blæs í flautu sína. Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem byrja með boltann.

 

Liðin ganga inn á völlinn ásamt vösku fylgdarliði 6. flokks karla hjá ÍA. 

 

Áhorfendur eru farnir að tínast á völlinn. Það er korter í leik og kvöldsólin skín.

 

Áhugasömum er bent á að frítt er á völlinní kvöld í boði Norðuráls. Knattspyrnuáhugamenn eru því hvattir til að skilja seðlabúntin eftir heima.

 

Skáletraða klausan hér að neðan er að sjálfsögðu bara smá spaug hjá blaðamanni. Ekki er vitað til þess að neðangreindir Fjölnismenn hafi leikið knattspyrnu.

 

Hvorki Konráð Gíslason, Brynjólfur Pétursson né Tómas Sæmundsson komast í byrjunarlið Fjölnismanna í dag. Jónas Hallgrímsson, ástmögur þjóðarinnar, er hins vegar á bekknum.

 

Fyrir leikinn sitja Skagamenn í 9. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 16 leiki. Fjölnir er aftur á móti í 5. sæti með 25 stig.

 

Veðrið leikur við okkur hér á Akranesvelli sem endranær. Það er stytt upp eftir rigningu í allan dag og fánarnir blakta ekki við hún, þeir hanga. Það er logn. Völlurinn lítur vel út og blaðamaður festi rétt í þessu kaup á forláta hamborgara.

 

Byrjunarlið ÍA er þannig skipað:

12. Árni Snær Ólafsson (m) 
4. Arnór Snær Guðmundsson 
5. Ármann Smári Björnsson 
9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson 
10. Jón Vilhelm Ákason 
11. Arnar Már Guðjónsson 
14. Ólafur Valur Valdimarsson 
16. Þórður Þorsteinn Þórðarson 
18. Albert Hafsteinsson 
23. Ásgeir Marteinsson 
27. Darren Lough 

 

Og byrjunarlið gestanna úr Grafarvoginum er eftirfarandi:

12. Þórður Ingason (m) 
5. Bergsveinn Ólafsson 
7. Viðar Ari Jónsson 
8. Ragnar Leósson 
10. Aron Sigurðarson 
13. Kennie Knak Chopart 
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson 
18. Mark Charles Magee 
19. Arnór Eyvar Ólafsson 
26. Jonatan Neftali Diez Gonzales 
29. Guðmundur Karl Guðmun 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is