Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2015 12:01

Vestlendingar taka þátt í Rally Reykjavík

Dagana 27. - 29. ágúst fer fram  þriðja keppni ársins í Íslandsmeistarmótinu í rallý, Rally Reykjavík. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, sem sér um framkvæmd keppninnar, hefur staðið fyrir alþjóðlegri keppni allt frá 1979 og er þetta því sú 37. í röðinni. Þessi keppni er ár hvert sú stærsta og erfiðasta á timabili rallökumanna og verða í ár eknir rúmlega þúsund km á tæpum tveimur sólarhringum, þ.a. um 300 á sérleiðum. Meðal keppenda í Rally Reykjavík verða tveir af Vesturlandi. Ökuþórinn Þorkell Símonarson, Keli Vert í Langaholti, tekur þátt á pickupjeppa af gerðinni Toyota Hilux, ásamt Þórarni K Þórssyni. Þá verður Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi sem fyrr til aðstoðar Baldri Haraldssyni á Subaru en þeir skipa Timon liðið sem ætlar að halda Íslandsmeistaratitlinum.

 

Keppnin hefur ávallt laðað til sín nokkurn fjölda erlendra þátttakenda og hafa þeir aldrei verið fleiri en í ár eða tíu áhafnir af í allt 22. Flestar aka þær jeppum, nánar tiltekið Land Rover, sem hafa verið útbúnir sérstaklega til þátttöku í rallý og eru nokkrir þeirra feikilega öflugir eða hátt í 300 hestöfl.

 

Hefst keppnin við Perluna klukkan 16:00 á fimmtudag og endar klukkan 14:15 á laugardag á sama stað.  Verður ekið víða, m.a. í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, farið suður á land að Heklurótum og á laugardaginn verður m.a. ekið í Borgarfirði þegar farið verður um Tröllháls og Kaldadal. Báðar leiðir eru skemmtilegar fyrir áhorfendur til að fylgjast með keppninni.

 

Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninnar á www.tryggvi.org/rallytimes

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is