Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2015 09:01

Riðill í Evrópukeppni Futsal spilaður í Ólafsvík

E-riðill Evrópukeppni félagsliða í Futsal er spilaður í íþróttahúsinu í Ólafsvík í þessari viku og hófust leikar í gær. Í síðustu viku var unnið að því að setja gólfdúk á íþróttahúsið. Voru menn frá KSÍ sem stjórnuðu verkinu og fjölmargir sjálfboðaliðar þeim til aðstoðar. Alls voru lagðar 28 rúllur af dúk á gólfið og tók verkið heilan dag. Lið  frá fjórum löndum taka þátt í keppninni og spilar Víkingur fyrir hönd Íslands. Er þetta í annað sinn sem forkeppni í Futsal er haldin í Ólafsvík. Erlendir dómarar mæta til að dæma leikina.

Að sögn Jónasar Gests Jónassonar, formanns knattspyrnudeildar Víkings, eru keppendur og aðstoðarmenn liðanna um 60 og sjálfboðaliðar 30. Hefur tekist að koma öllum þessum fjölda í gistingu í Snæfellsbæ. Jónas segir þetta mikið og snúið verkefni en bætir við að fjöldi fyrirtækja hafi lagt sitt af mörkum til þess að dæmið gengi upp. SportTv mun senda beint frá öllum leikjunum. Jónas hvetur alla til þess að koma og horfa á Futsal leikina og bætir við að Futsalíþróttin sé að stækka með hverju árinu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is