Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2015 01:10

Yfirlýsing frá foreldrafélagi Andabæjar

„Foreldrafélag leikskólans Andabæjar á Hvanneyri vill lýsa yfir óánægju sinni með ástand mála í leikskólanum. Okkur þykir það óásættanlegt að ekki skuli vera starfandi leikskólastjóri í Andabæ síðan 1. ágúst.  Staða leikskólastjóra var auglýst 9. júlí s.l. og áhersla lögð á að sá aðili yrði að geta hafið störf strax í ágúst. Í fundargerð frá fræðslunefndarfundi þann 11. ágúst nr. 1508002 kemur fram “Ein umsókn barst um starfið. Að höfðu samráði við verðandi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggðar er lagt til að fallið verði frá ráðningu að sinni og fyrirkomulag og stjórnun leikskólans skoðuð. Þeirri skoðun verði lokið ekki seinna en um næstu áramót.” Sú umsókn sem borist hafði var frá núverandi deildarstjóra, Ástríði Guðmundsdóttur sem uppfyllir menntunarkröfur sem og að hafa reynslu, góða þekkingu á skólanum og starfsemi hans. Einnig nýtur hún trausts stjórnar foreldrafélagsins til að gegna þeirri stöðu,“ segir í ályktun sem foreldrafélagið samþykkti nýverið.

 

 

Foreldrar segjast engin boð hafa fengið eða útskýringar á stöðu mála eftir sumarleyfi en það hefur skapað óöryggi meðal nemenda og forráðamanna. „Ætla má að það komi einnig illa fyrir nýja nemendur sem eru að hefja leikskólagöngu sem og foreldra þeirra. Við lýsum yfir fullu trausti til starfsfólks Andabæjar en það skapar óvissu og óöryggi þegar ekki er hægt að fá útskýringar á stöðu mála né vita hvað sé í hyggju í náinni framtíð. Við viljum koma á framfæri óánægju með að ekki hafi átt sér stað samtal við foreldra né starfsfólk Andabæjar um ástæður þess að ekki verði ráðið í auglýsta stöðu leikskólastjóra eða útskýringar á því af hverju því hafði verið frestað. Einnig viljum við koma á framfæri óánægju með að hætt sé að taka inn 12 mánaða börn. Sá möguleiki hafði mælst mjög vel fyrir í foreldrasamfélaginu og hróður hans jafnvel borist út fyrir sveitarfélagið sem mjög ákjósanlegan kost. Það að lokað var fyrir þennan möguleika skapaði enn á ný óvissu í samfélaginu þar sem stuttur fyrirvari var á breytingunum og lítið svigrúm til aðlögunar á nýjum úrlausnum. Fáir aðrir möguleikar eru á daggæslu fyrir ung börn sem hefur bein áhrif á staðinn og rýrir sem ákjósanlegan kost til búsetu og/eða náms.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is