Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2015 02:53

Stefán Broddi yfir greiningardeild Arion banka

Borgnesingurinn Stefán Broddi Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Stefán hefur starfað hjá bankanum frá ársbyrjun 2012 sem sérfræðingur í greiningardeild þar sem hann hefur haft umsjón með fyrirtækjagreiningu. Hann hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum en á árunum 2008 - 2011 starfaði hann hjá Straumi fjárfestingarbanka í markaðsviðskiptum og sem forstöðumaður eigin viðskipta á Íslandi. Á árunum 2006 - 2008 var Stefán fjárfestingastjóri hjá Exista og frá 2001 til ársins 2006 starfaði hann í Íslandsbanka sem sérfræðingur í greiningu og markaðsviðskiptum. Á árunum 1998 – 2001 var Stefán blaðamaður á Viðskiptablaðinu en á námstíma sínum starfaði hann meðal annars hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Stefán Broddi er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Eiginkona hans er Þuríður Anna Guðnadóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, og saman eiga þau þrjá syni.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is