Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2015 10:01

Ungur myndlistarmaður opnar sýningu

Skagamaðurinn Þorvaldur Arnar Guðmundsson mun opna myndlistarsýningu í Bókasafni Akraness föstudaginn 28. ágúst kl. 14. Sýningin verður svo opin á opnunartímum safnsins en henni lýkur 21. september. Þorvaldur Arnar hefur teiknað og málað frá barnsaldri og verið undir áhrifum frá japanskri teiknimyndahefð en samt þróað með sér mjög persónulegan stíl og farið mikið fram. Hugmyndir hans að myndefni hefur hann m.a. sótt í goðafræði sem hann hefur hrifist af.  Hann útskrifaðist af starfsbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á þessu ári, varð líka tvítugur á árinu og síðast en ekki síst komst hann inn í diplómanám í Myndlistaskóla Reykjavíkur, einn af tólf nemendum, og hefur þar nám nú í haust. Þetta ár er því viðburðaríkt í lífi hans og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Þorvaldur Arnar hefur notið hefðbundinnar myndlistarkennslu í Grundaskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands, auk þess sem hann hefur notið leiðsagnar Hrannar Eggertsdóttur myndlistarkennara í nokkur ár.

 

Fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is