Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2015 09:14

Með lífshættulegt ofnæmi

Í haust hóf skólagöngu sína í Brekkubæjarskóla á Akranesi barn með óvenju slæmt fæðuofnæmi. Af því tilefni var bréf sent til allra foreldra barna í skólanum, þar sem fram koma upplýsingar um ofnæmi barnsins, sem hefur lífshættulegt bráðaofnæmi fyrir fiski, hnetum og eggjum. Barnið hefur auk þess ofnæmi fyrir fleiri fæðutegundum, dýrum og ýmsu öðru sem hefur minni áhrif á líf þess. Stjórnendur Brekkubæjarskóla hafa sett reglur um hvað nemendur skólans mega ekki taka með sér í nesti vegna ofnæmi barnsins og eru foreldrar annarra barna í skólanum beðnir um að virða einnig þær reglur. Ofnæmi barnsins hefur því áhrif á líf fjölmargra annarra nemenda og starfsfólks, sem nú mega ekki taka hvað sem er með sér í nesti. Að sögn Arnbjargar Stefánsdóttur skólastjóra Brekkubæjarskóla eru reglurnar ekki staðlaðar, heldur er hér um að ræða óvenjulega slæmt tilfelli af ofnæmi og því var brugðist við því með þessum hætti. „Líf þessa barns er í hættu ef það kemur nálægt hnetum eða fiski. Það er því bannað að koma með hnetur, fæðu sem inniheldur hnetur og fiskmeti í nesti,“ útskýrir Arnbjörg.

 

 

Þrátt fyrir að þessi staða hafi komið upp verður öðrum nemendum skólans áfram boðið upp á fisk í hádeginu. „Eins og staðan er munum við halda áfram að elda fisk tvisvar í viku en þá fer nemandinn ekki í matsalinn. Svipuð staða hefur komið upp í öðrum skólum og við vitum um tilfelli þar sem foreldrar eru hreinlega beðnir um að sjá alfarið um fiskneyslu barna sinna sjálfir, vegna svona alvarlegs ofnæmis.“ Arnbjörg leggur áherslu á að foreldrar nemenda í Brekkubæjarskóla kynni sér efni bréfsins sem þeir fengu sent, enda komi þar fram upplýsingar um þær fæðutegundir sem ekki eru leyfðar inn fyrir dyr skólans. „Þar eru nefnd dæmi um mat og nasl sem inniheldur hnetur, svo sem kornstangir, orkustykki, hunangs-Cheerios og fleira. Þá er allt fiskmeti bannað, svo sem harðfiskur, kavíar og túnfiskur. Þetta barn er bara með það mikið ofnæmi að við treystum því að aðrir foreldrar taki vel í þetta og fari eftir þessu. Maður leggur ekki líf barns í hættu bara til að geta tekið með sér hnetur í nesti,“ segir Arnbjörg og bendir foreldrum barna við skólann á að hafa samband við skólaheilsugæslu hafi þeir einhverjar spurningar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is