Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2015 08:01

Hyggur á aukin umsvif í frístundaveiðinni

Við Suðurgötu 33 á Akranesi hefur nú risið nýtt fjölbýlishús með fjórum íbúðum. Líkt og greint hefur verið frá í Skessuhorni er það Magnús Freyr Ólafsson, frumkvöðull í ferðaþjónustu tengdri sjóstangveiði á Akranesi, sem lét byggja húsið. Nýja húsið er nú nánast tilbúið og von bráðar verða allar íbúðirnar komnar í notkun. Húsið er ætlað áhöfnum sjóstangveiðibáta en Magnús Freyr rekur fyrirtækið Akranes Adventure Tours, sem leigir hópum sjóstangveiðibáta yfir sumartímann.

 

Hóparnir komu allir aftur

 

Það er ekki nema rúmt ár síðan Magnús byrjaði með reksturinn á sjóstangveiðibátunum og fyrirtækið er í stöðugum vexti. „Þetta fór rólega af stað, sem var gott því ég þurfti mikið að læra. En þetta fór samt það vel af stað að hóparnir sem komu í fyrra komu allir aftur í ár,“ segir Magnús í samtali við Skessuhorn. Hann segir sumarið í ár hafa gengið mjög vel. „Allar aðstæður, aflabrögð og veiði standa fullkomlega undir væntingum ferðamanna. Hér er mikil fjölbreytni í tegundum, það eru að koma á land tíu til tólf tegundir yfir vikuna.“ Hóparnir sem Magnús tekur á móti eru þýskumælandi, enda er hann í samstarfi við þrjár ferðaskrifstofur í þýskumælandi löndum. Hóparnir bóka fyrirfram, leigja bátinn í viku í senn og fá íbúð leigða með.

 

Ítarlega er rætt við Magnús Frey Ólafsson hjá Akranes Adventure Tours í Skessuhorni vikunnar þar sem hann segir meðal annars frá frístundaveiðinni og fyrirhugaðri sölu gistiheimilisins við Suðurgötu 32.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is