Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2015 06:01

Heiðar Mar Björnsson varð alsæll þegar konan stakk upp á því að flytja á Skagann

Heiðar Mar Björnsson kvikmyndagerðarmaður sem hefur undanfarin ár verið búsettur í London og Crawley á Englandi meðan Sara Hjördís Blöndal, sambýliskona Heiðars, lagði stund á nám í leikmynda- og búningahönnun  í Wimbledon College of Art. „Sara er einmitt á Edinborgarfestivalinu núna með þrjár sýningar,“ sagði Heiðar þegar blaðamaður tók hús á honum á dögunum. Saman eiga þau Heiðar og Sara einn son, Skorra Birni Blöndal Heiðarsson. Fjölskyldan hefur ákveðið að flytja heim til Íslands og setjast að á Akranesi. „Ég og strákurinn komum fyrir þremur vikum síðan og erum við bara að koma okkur fyrir,“ segir Heiðar. „Það er algjör snilld að vera kominn aftur á Skagann. England mun auðvitað alltaf eiga stað í hjarta mínu, þar áttum við frábært ár. Við fórum út sem kærustupar í ævintýraleit en komum heim sem lítil fjölskylda. En þar sem maður ólst upp við mikið frelsi á Skaganum þá var maður alltaf aðeins að pirra sig á veseninu og tillitsleysinu í stórborginni, sveitahjartað var mun frekara en heimsborgaradraumurinn. Nú er bara búið að taka bjarg af bakinu á mér og ég get svifið frjáls út um allar trissur,“ segir Heiðar, léttur í bragði.

„Ég er harðkjarna Skagamaður en það var samt Sara sem átti hugmyndina að því að flytja hingað. Ég þorði einhvern veginn aldrei að nefna það við sjálfur. En ég varð auðvitað alsæll þegar hún stakk upp á því,“ bætir hann við. Síðan Heiðar kom til landsins hefur hann unnið hjá BÓB sf. vinnuvélum, fyrirtæki í eigu föður síns og föðurbróður. „Ég gat fengið gömlu vinnuna mína aftur. Það var vel þegið að geta starfað á Akranesi meðan við erum að ná áttum og ég sé mig alveg vinna þar áfram ef þeir vilja hafa mig. En það gæti breyst á morgun,“ segir Heiðar en bætir því við að honum þyki vörubílaakstur og sérstaklega gröfuvinna mjög skemmtileg. „Þetta er líka fínt til að komast aftur inn í samfélagið og tengjast aftur fólkinu eftir 15 ár annars staðar.“ 

 

Kvikmyndagerðarmaðurinn Heiðar Mar er nýkominn heim frá Englandi. Í Skessuhorni vikunnar er að finna ítarlegt viðtal við Heiðar, þar sem rætt er við hann um kvikmyndagerðina og gerð heimildarmyndar, ásamt fleiru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is