Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2015 04:01

MYNDBAND: Frumsamið lag eftir Margréti Sögu

Margrét Saga Gunnarsdóttir er 21 árs söngkona frá Akranesi sem sendi nýlega frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband við frumsamið lag. Lagið heitir „Price of love“ og flutti hún lagið á „Litlu lopapeysunni“ á Írskum dögum í ár.

 

Margrét Saga tók þátt í hæfileikakeppninni Ísland got talent, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr á árinu og náði þar góðum árangri. Hún var fyrst efins með að taka þátt í keppninni en lét slag standa. „Ég sendi myndbandið inn klukkutíma áður en fresturinn rann út. Svo var valið úr þessum forprufum og þeir sem komust áfram fóru í áheyrnarpróf,“ segir Margrét Saga í samtali við Skessuhorn. Flutningur Margrétar í keppninni heillaði dómarana upp úr skónum. Margrét Saga varð því ein af fjórum þátttakendum sem komst beint í undanúrslit keppninnar.

 

Margrét hefur sungið frá barnsaldri og leikið á gítar í tvö ár. Hún byrjaði að semja sín eigin lög þrettán ára gömul. „En þetta er fyrsta lagið sem ég fullklára. Ég tek lögin mín upp á símann og skrifa gripin og textann niður. Sum á ég en ég er kannski ekki nógu dugleg að leyfa þeim að heyrast.“ segir Margrét Saga.

 

Lag og Texti : Margrét Saga Gunnarsdóttir
Útsetning og upptaka : Vignir Snær Vigfússon 
---------------
Myndataka : Jakob Halldórsson
Klipping : Sigurður Hannes Ásgeirsson
Leikstjórn : Jakob Halldórsson og Gunnar Sturla Hervarsson
Danshöfundur : Stefanía Sól Sveinbjörnsdóttir
Dansarar : Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir og Aldís Ylfa Heimisdóttir
Förðun og hár : Dagmar Atlanta Clothier
Aðstoðarfólk : Christel Björg Rúdolfsdóttir og Samúel Þorsteinsson
 
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is