Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2015 11:34

Vikningar steinlágu gegn Flamurtari Vlorë

Fyrsta umferðin í E-riðli forkeppni UEFA Futsal Cup er lokið en riðillinn er spilaður í Ólafsvík. Hamborg Panthers frá Þýskalandi og Flamurtari Vlore frá Albaníu fögnuðu sigrum en þessi tvö lið eigast við klukkan 17 í dag.  Heimamenn í Víkingi Ólafsvík riðu ekki feitum hesti frá sínum leik gegn Flamurtari Vlorë. Töpuðu þeir 5-1 og er óhætt að segja að sterk vörn gestanna hafi staðið sóknir Víkings vel af sér, þar sem Víkingar sóttu án afláts en ekki vildi boltinn inn. Flamurtari Vlorë spilaði sterka vörn og voru öflugir í skyndisóknum.

Besti maður vallarins var Djovani Kocovic sem skoraði þrennu en mark Ólafsvíkurliðsins skoraði Kenan Turudija úr vítaspyrnu þegar hann minnkaði muninn í 1-5. Ejub Purisevic. Þjálfari Víkinga, var rekinn upp í stúku snemma í seinni hálfleik fyrir að mótmæla dómgæslunni.

Þýska liðið Hamburg Panthers vann leik sinni við Differdange frá Luxenborg 6-2 en þýska liðið er talið það sigurstranlegasta í riðlinum. Í kvöld mætir Víkingur FC Differdange klukkan 19.30. Klukkan 17 fer hins vegar fram viðureign KF Flamurtari Vlorë og Hamburg Panthers. Mikil stemming var meðal áhorfenda sem fjölmenntu á leikina í gærkvöldi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is