Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2015 09:01

Brúðuleiksýningin Pétur og úlfurinn til styrktar Englaforeldrum

Fyrr í sumar sagði Skessuhorn frá lakkríssölu Andreu Þ. Björnsdóttur til styrkta englaforeldrum á Akranesi. Englaforeldrar eru hópur foreldra á Akranesi sem misst hafa börn sín og vilja leggja öðrum foreldrum í sömu stöðu lið. Englaforeldrar hafa á undanförnum árum safnað fé til að bæta aðstæður á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og Akraneskirkju fyrir þá foreldra sem missa ung börn sín. Nú í sumar hefur staðið yfir söfnun fyrir kælivöggu. Slík vagga er notuð fyrir andvana fædd börn og börn sem látast stuttu eftir fæðingu. Með þessari vöggu gefst foreldrum barnanna kostur á að hafa börnin hjá sér í allt að tvo sólarhringa í stað örfárra klukkustunda. „Slíkar vöggur eru nú þegar til á Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum og þeir foreldrar sem hafa þurft að nýta sér þær segja það skipta miklu máli að hafa barnið hjá sér þennan auka tíma,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir. „Söfnunin fyrir vöggunni hefur gengið vonum framar og hafa Slysavarnarfélagið Líf og styrktarfélagið Gleym mér ey lagt söfnuninni lið. Einnig hefur Andrea Þ. Björnsdóttir englaamma verið óþreytandi á hinum ýmsu mörkuðum í sumar þar sem hún hefur selt lakkrís og hlaup til styrktar verkefninu, með frábærum árangri,“ segir Hildur Karen.

 

 

„Fyrir stuttu kom upp sú hugmynd að standa fyrir leiksýningu fyrir börn. Haft var samband við Brúðuloftið og tóku aðstandendur þess vel í samstarf við okkur. Ætla þau að sýna Pétur og úlfinn í Bíóhöllinni á Akranesi sunnudaginn 6. september,“ segir Hildur Karen. Þessi vinsæla og fallega sýning var frumsýnd árið 2006 og hefur notið mikilla vinsæla meðal yngstu kynslóðarinnar. Hægt verður að nálgast miða í forsölu hjá Guðmundi B. Hannah frá 3. september. Einnig verður miðasala í Bíóhöllinni tveimur klukkustundum fyrir sýninguna, miðaverð er 1.800 krónur. Allur ágóði af miðasölu á sýninguna rennur til styrktarsjóðs Englaforelda. Þeir sem ekki komast á sýninguna en vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning Englaforeldra:

 

Reikningsnúmer: 552-14-401811, Kennitala: 110371-3309

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is