Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2015 01:01

Flateyingar vilja sameinast Stykkishólmsbæ

Íbúar í Flatey hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar, sem heyrir undir Reykhólahrepp, verði færð yfir á Snæfellsnes og að eyjan verði framvegis hluti af Stykkishólmsbæ. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 mánudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Í viðtali sagði Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, að Flateyingar ættu ekki hljómgrunn með Reykhólahreppi lengur, þeir ættu mun frekar samleið með Stykkishólmsbæ, þangað sem þeir sæktu alla sína þjónustu. Enn fremur færu allar samgöngur til og frá eyjunni í gegnum Stykkishólm, en Breiðafjarðarferjan Baldur siglir reglulega milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey.

Haft er eftir Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur að Reykhólahreppur vilji halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hreppurinn hafi ekki fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, það hafi verið sent Stykkishólmsbæ og Reykhólahreppur sjái ekki ástæðu til að svara því.

Sjö íbúar eru með lögheimili sitt í Flatey en yfir sumartímann dvelja þar að jafnaði um og yfir eitt hundrað manns.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is