Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2015 10:01

ÍA á möguleika úrvalsdeildarsæti eftir stórsigur á Keflavík

ÍA tók á móti Keflavík í síðasta leik A riðils 1. deildar kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli um síðustu helgi. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 1-1 jafntefli. Skagakonur höfðu aftur á móti verið á mikilli siglingu í deildinni fyrir leikinn á lagardag og gátu með sigri tryggt sér annað sæti riðilsins og þátttökurétt í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild að ári.

Frá fyrstu mínútu var ljóst að leikmenn ÍA ætluðu sér í úrslitakeppnina. Unnur Ýr Haraldsdóttir kom liðinu yfir strax á 5. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Emilía Halldórsdóttir jók muninn í tvö mörk á 31. mínútu og áður en flautað var til hálfleiks höfðu Hulda Margrét Brynjarsdóttir og Gréta Stefánsdóttir skorað sitt markið hvor. Staðan í hálfleik því 4-0 og Skagakonur með unninn leik í höndunum.

 

 

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum og í þeim fyrri. Unnur skoraði sitt annað mark þegar leikurinn var klukkustundar gamall. Eyrún Eiðsdóttir kom ÍA í 6-0 á 67. mínútu og Bryndís Rún Þórólfsdóttir bætti sjöunda marki liðsins við aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar komið var fram í uppbótartíma fullkomnaði Unnur síðan þrennuna og tryggði ÍA magnaðan 8-0 sigur í lokaleik riðlakeppninnar.

 

Úrslitin þýða að lið ÍA er komið í annað sæti riðilsins með 19 stig, jafn mörg og Augnablik en töluvert betri markatölu. ÍA skoraði 23 mörk í síðustu þremur leikjum sumarsins og liðið er heldur betur komið á skrið á hárréttum tíma, rétt fyrir úrslitakeppnina um sæti í úrvalsdeild að ári.

 

Á morgun, laugardag ferðast lið ÍA austur í Neskaupstað og mætir Fjarðabyggð í fyrri leik átta liða úrslita á Norðfjarðarvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is