Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2015 10:08

ÍA í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Fjarðabyggð

ÍA mætti Fjarðabyggð í úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu á Norðfjarðarvelli síðastliðinn föstudag. Var þetta fyrri leikurinn í átta liða úrslitum. Jafnt var á með liðunum framan af leik en leikmenn ÍA fengu nokkur ágæt færi sem ekki tókst að nýta. Þær komust hins vegar yfir á 42. mínútu með marki frá Maren Leósdóttur og leiddu leikinn þegar flautað var til hálfleiks. Skagastúlkur hófu síðari hálfleikinn af krafti og juku forustuna á 53. mínútu með marki frá Megan Dunnigan. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Emilía Halldórsdóttir og kom ÍA í 0-3.

Spilamennska ÍA liðsins var með miklum ágætum það sem eftir lifði leiks en tókst þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Leikmenn Fjarðabyggðar voru hins vegar aldrei líklegir til að minnka muninn og smám saman datt botninn úr leiknum sem lauk með 0-3 sigri ÍA.

 

Liðið er því í ákjósanlegri stöðu fyrir síðari viðureign liðanna sem fram fer á Akranesvelli á morgun, þriðjudaginn 1. september klukkan 17:30.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is