Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2015 08:01

Besta sumarið frá upphafi í Geirabakaríi

Meðfylgjandi mynd var tekin af glaðlegum hópi starfsmanna í Geirabakaríi í Borgarnesi þegar haldið var sumarslútt nýverið. Á myndina vantar þrjá starfsmenn, sem sýnir að starfsmannafjöldinn var á þriðja tuginn. Sigurgeir Erlendsson bakari segir að sumarið hafi verið ævintýri líkast í viðskiptum. „Það er einfaldlega búið að vera brjálað að gera hjá okkur í allt sumar. Hér hefur verið stöðugur straumur ferðafólks, bæði útlendingar og Íslendingar. Ég er ekki frá því að Íslendingar hafi verið mun fleiri en venjulega og helgast það af góðu veðri á Vesturlandi í sumar í samanburði við aðra landshluta. Hér í héraðinu voru sumarhúsin líka kjaftfull af fólki. Útlendingar fóru að koma fyrr og eru enn að koma,“ segir Geiri. Hann segir að á álagstímum hafi þau verið 15-16 að vinna í einu í bakaríinu við framleiðslu og afgreiðslu og það rúmist ekki fleiri en sex við afgreiðlsuna í einu. Því hafi ekki verið hægt að anna meiri sölu. „Þetta er búið að vera besta sumarið frá upphafi en ég hóf rekstur bakarís árið 1988,“ segir Geiri. Hann kveðst hafa þurft að sjá á eftir tíu starfsmönnum daginn sem Menntaskóli Borgarfjarðar hóf starfsemi sína, en sumir þeirra standi þó helgarvaktir samhliða náminu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is