Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2015 11:38

Enn og aftur sannast hraðakstur bílstjóra frá Strætó

Hjónin Steindór Örn Jakobsson og Júlíana Rut Jónsdóttir voru á leið frá Reykjavík til Akraness síðastliðinn mánudag. Þegar þau voru komin undir Akrafjallið tóku þau eftir því að strætisvagn nálgaðist bifreið þeirra að því er virtist á miklum hraða en sjálf voru þau á um 90 kílómetra hraða. Að endingu tók strætisvagninn framúr bifreið hjónanna á góðri siglingu. Júlíana segir frá þessu á Facebook síðu sinni og birtir myndir af framúrakstrinum með færslunni. „Það voru bílar að koma á móti sem hafa örugglega þurft að hægja á sér. Það munaði ekki miklu að þarna yrði slys. Þetta var alveg fáránleg hugmynd hjá vagnstjóranum að taka framúr þarna því það voru ekki nema um tveggja til þriggja mínútu akstur eftir að hringtorginu og hann þyrfti hvort eð er að stoppa þar rétt á eftir og myndi þá blokka alla umferð þar framhjá,“ segir Júlíana í færslu sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist við sunnanvert Akrafjall. Í lok júní tók Skagamaðurinn Flosi Pálsson myndband af hraðakstri og framúrkeyrslu strætisvagnsstjóra. Myndbandið vakti athygli um land allt og var skoðað af tugþúsundum. Þá kemur fram í athugasemdum undir færslu Júlíönu Rutar að fleiri hafi séð Strætó stunda slíkan glæfraakstur.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is