Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2015 10:10

Víkingur Ó. mun leika í efstu deild að ári

Leikmenn Víkings Ólafsvíkur tryggðu sér í kvöld sæti í Pepsi-deild karla að ári eftir ótrúlegan 2-7 sigur á Grindvíkingum í Grindavík, í leik þar sem Hrvoje Tokic skoraði fjögur mörk.

Grindvíkingar komust yfir á 7. mínútu en þegar Tokic jafnaði á þeirri fjórtándu og Egill Jónsson kom Víkingum yfir á 22. var aldrei spurning í hvað stefndi. Alfreð Már Hjaltalín og Tokic áttu eftir að skora aftur áður en flautað var til hálfleiks, þá var staðan 1-4.

Eftir rólegan hálftíma framan af síðari hálfleik skoraði títtnefndur Tokic tvö mörk með stuttu millibili áður en William Dominguez da Silva kom Ólafsvíkurliðinu í 1-7. Grindvíkingar klóruðu í bakkann fimm mínútum fyrir leikslok með marki Alex Freys Hilmarssonar en það skipti ekki nokkru máli fyrir úrslit leiksins. Lokatölur á Grindavíkurvelli 2-7 og Víkingar hafa tryggt sér efsta sæti fyrstu deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Þeir hafa tíu stiga forskot á næstu lið þegar aðeins níu stig eru í pottinum og það er því morgunljóst að þeir munu leika í Pepsi-deildinni næsta sumar.

 

Guðmundur Reynir Gunnarsson, fyrirliði Víkings, var að vonum hæstánægður í leikslok. „Þetta er bara geggjuð tilfinning, það er alltaf gaman að verða meistari,“ sagði Guðmundur. „En það er ótrúlega skrýtið að vinna þetta í svona leik og með svona mikið eftir af mótinu. Ég hélt þetta myndi bara verða baráttuleikur á útivelli í Grindavík, sem er með sterkt lið. Svo bara einhvern veginn opnuðust allar flóðgáttir og við vorum allt í einu komnir í 4-1 í hálfleik,“ bætti hann við.

Víkingar hafa leikið vel í sumar, verið þéttir varnarlega og aðeins fengið á sig tólf mörk það sem af er móti. Guðmundur nefnir að eftir komu Hrvoje Tokic um mitt sumar, sem nú hefur skorað 12 mörk í aðeins 7 leikjum, hafi gefið þeim það sem þurfti til að liðið gæti stigið næsta skref eftir að hafa staðið sig vel fyrri hluta móts. Og hann telur liðið vel að titlinum komið.

„Ég myndi segja að við eigum þetta skilið. Ef það eru þrír leikir eftir og við erum búnir að vinna núna þá held ég að það sé lítið hægt að segja annað en það,“ sagði Guðmundur að lokum.

 

Nánari umfjöllun um leikinn, ásamt myndasyrpu, verður birt í tölublaði Skessuhorns sem kemur út miðvikudaginn 9. september næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is