Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2015 06:01

Rauði haninn er stærsta björgunartækjasýning í heimi

Um mitt sumar, snemma júnímánaðar, lagði sex manna hópur slökkviliðsmanna úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar land undir fót. Tilefni ferðalagsins var Rauði haninn, risasýning á björgunartækjum sem haldin er á fimm ára fresti í Hannover í Þýskalandi. Er sýningin sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Blaðamaður hitti að máli þá Símon Hreinsson og Snorra Guðmundsson, félaga úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, og fræddist um Rauða hanann.

„Þarna mæta allir framleiðendur sem framleiða björgunartæki til að sýna græjurnar sínar og aðeins það nýjasta og besta af öllu, kringum 1500 sýnendur í heildina,“ segir Snorri. „Þetta var eiginlega „dótasýning frá helvíti.“ Maður vildi helst hafa haft VISA kort með gríðarlega hárri heimild. Mann langaði í þetta allt og óraði ekki fyrir hvað það er til mikið af alls konar búnaði,“ bætir hann við og brosir og Símon tekur undir með honum „Þarna var allt frá vettlingum og upp í risastóra bíla sem notaðir eru á flugvöllum úti í heimi og kosta 300 milljónir hver. Allt sem manni dettur í hug að muni nokkurn tímann þurfa við einhverjar aðstæður er einhver búinn að finna upp og það var þarna á sýningunni. Manni leið eins og maður væri aftur orðinn lítill krakki við að sjá allt þetta dót,“ segir Símon um upplifunina.

En þótt ferðalangarnir hafi haft bæði ánægju og yndi af því að skoða sig um á sýningarsvæðinu og berja augum öll þau tæki og tól sem faginu tengjast segja þeir félagar að fyrst og fremst hafi ferðin verið lærdómsrík. „Við græðum mikið að sjá það sem koma skal. Þá vitum við hvað við eigum að biðja um þegar kemur að því að endurnýja hér heima. En ákvörðunin um kaup og hvernig á að verja peningum liggur auðvitað alltaf hjá stjórnendum,“ segir Snorri en bætir því við að hafandi séð hvað er í boði á markaðnum geti þeir ef til vill upplýst stjórnendur hvaða búnaður sé hentugur, hvað sé gott og hvað ekki.

 

Ferðasögu þeirra félaga má lesa í fullri lengd í Skessuhorni vikunnar, sem kom út í gær. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is