Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2015 03:01

Stofna kennsluvef fyrir hestamenn sem byggir á efni frá Reyni

Síðastliðinn föstudag hófst söfnun á vefnum Karolinafund, þar sem safnað er fyrir stofnun kennsluvefsins reidmenn.com. Um er að ræða kennsluvef fyrir hestamenn, byggður á hugmyndafræði Reynis Aðalsteinssonar, sem lést 2012. Reynir var lengst af búsettur í Borgarfirði og var vel þekktur í heimi íslenskrar hestamennsku. Er efni kennsluvefsins byggt á efni, hugmyndum og hugmyndafræði hans. Kennsluefnið er unnið af Reyni sjálfum og fjölskyldu hans. „Við vorum byrjuð að vinna efnið með pabba, við vorum í raun búin að vinna við það í áraraðir að búa til kennsluefni. Sumarið 2011 vorum við komin með hugmynd að því að gera kennsluvef og því er töluvert til af efni sem tekið er upp það sumar,“ segir Soffía Reynisdóttir í samtali við Skessuhorn.

Stigskipt námsefni

 

Að sögn Soffíu mun vefurinn innihalda stigskipt námsefni, upplýsingar um reiðkennara og fleira. „Í rauninni skiptist þetta svolítið í áfanga. Fyrstu áfangarnir eru fyrir byrjendur og svo er efni fyrir þá sem eru lengra komnir. Þetta er hugsað þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ útskýrir Soffía. Tilgangur kennsluvefsins er að auka og bæta aðgengi notenda að fróðleik og námsefni um íslenska hestinn, eðli hesta og reiðmennsku. „Þarna eru ýmsar aðferðir og fróðleikur, til dæmis æfingar sem reiðkennarar geta notað í sinni reiðkennslu og verkefni.“ Á vefnum ættu notendur einnig að geta fundið upplýsingar um reiðkennara og lesið sér til um hugmyndafræði þeirra og kennsluaðferðir. „Hægt er að nálgast námsefni, lesa um kennara og finna upplýsingar um námskeið á þeirra vegum, skipuleggjendur og staðsetningu námskeiða. Við viljum nota þennan vef til að styðja við okkar íslensku reiðkennara. Hluti af vefnum er því helgaður þeim, þannig að þeir geti komið sér á framfæri.“

 

Nánar er rætt við Soffíu um nýja kennsluvefinn í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is