Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2015 02:01

Skrifaði bók um stjörnuvísindi og alheiminn

Í hlýlegri íbúð á Akranesi býr Pétur Gissurarson, fyrrum sjómaður og þýðandi. Hann hefur verið búsettur og starfað í landshlutanum stóran hluta ævi sinnar, lengst af á Akranesi. Pétur starfaði framan af sem stýrimaður og skipstjóri hjá ýmsum útgerðum en sneri sér svo að þýðingum bóka. Hann hefur þýtt margar bækur, meðal annars fjölda bóka eftir metsöluhöfundinn Mary Higgins Clark ásamt fleirum. Pétur er mikill áhugamaður um stjörnuvísindi og líf í alheiminum. Nú hefur hann sjálfur skrifað bók og hyggur á útgáfu hennar. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Pétri og fékk hann til að segja frá bókinni.

 

Hinn lifandi alheimur

 

Bók Péturs ber titilinn „Hinn lifandi alheimur - Dans sólkerfa og vetrarbrauta um himingeiminn. Lifandi vitund er undirstaða Alheimsins.“ Líkt og titillinn gefur til kynna kemur Pétur víða við í bók sinni. Hann fjallar í víðum skilningi um himingeiminn, sólkerfið, vetrarbrautina og breytingar á henni. Pétur lagði mikla vinnu í skrif bókarinnar og segist hafa endurskrifað hana þrisvar sinnum. Honum hafði lengi vel langað að skrifa bók en aldrei komist neitt áfram í þeim málum. „Ég byrjaði á henni fyrir fjórum árum, þegar ég kom frá Danmörku. Ég kom þá til Seyðisfjarðar með Norrænu og leigði þar íbúð af dóttur minni. Ég hafði reyndar reynt að byrja á bók áður en gafst alltaf upp. Ég vissi eiginlega ekki hvar ég átti að byrja,“ segir Pétur. Hann segir svo frá því að hann hafi farið í einkatíma til Þórhalls Guðmundssonar miðils. „Hann segir þá við mig að ég eigi að skrifa bók. Að ég hafi kynnt mér ýmis mál sem fólk hafi áhuga á og vilji fá meiri vitneskju um. Ég sagði honum að ég hefði oft reynt en alltaf gefist upp. Þá sagði hann mér að lesa bók Jósúa í Gamla testamentinu, þá viti ég hvernig ég eigi að byrja.“

 

Í Skessuhorni vikunnar má lesa viðtalið við Pétur í fullri lengd þar sem hann segir meðal annars betur frá efni bókarinnar og sjómennskunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is