Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2015 05:01

„Þetta er dásamlegasti staður á jörðinni“

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir var ráðin sem sveitarstjóri Reykhólahrepps árið 2010 og hefur því gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Áður var hún skrifstofustjóri Hvalfjarðarsveitar. Þegar Ingibjörg tók við sem sveitastjóri Reykhólahrepps hafði Hjalti, maðurinn hennar, unnið um tíma við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum. Að öðru leyti voru þau ekki tengd sveitinni. „Ég sá auglýsingu um starf sveitastjóra í blaðinu og prófaði að sækja um. Þá fór boltinn að rúlla. Ég fékk starfið reyndar ekki í fyrstu atrennu, það stóð til að ráða annan mann í það,“ segir hún og vísar til þess þegar þáverandi sveitarstjórn dró til baka þá ákvörðun sína að ráða Gylfa Þór Þórisson sem sveitarstjóra. „En síðan var hringt í mig. Ég trúi á forlögin, ég átti að koma hingað,“ segir Ingibjörg og brosir.

 

Og hún segist alls ekki vera á leið í burtu. „Þetta er dásamlegasti staður á jörðinni. Hann gefur manni svo mikið til baka. Ég hef ekki fundið það annars staðar og það á bæði við um staðinn og fólkið. Maður kemur hér inn í stóra fjölskyldu, tengslin eru öðruvísi en annars staðar. Það er eins og maður komist einu skrefi nær fólki. Auðvitað fylgja því bæði kostir og gallar, en fyrir mér fylgja því fleiri kostir,“ segir Ingibjörg og bætir því við að í Reykhólahreppi búi duglegt og eljusamt fólki. „Við erum tæplega 300 manna samfélag með allan þennan landbúnað og í raun frekar mikinn rekstur miðað við það. Í skólanum eru nær eingöngu menntaðir kennarar, á hjúkrunarheimilinu vinna menntaðir sjúkraliðar og forstöðumaður sem er menntaður hjúkrunarfræðingur, þá erum við með þroskaþjálfa og iðjuþjálfa í báðum stofnunum. Starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar eru sérfræðingar á sínu sviði og ég gæti haldið áfram. Fólk er að mennta sig, bæta við sig þekkingu og gerir allt af miklum metnaði og áhuga. Þetta leiðir til þess að við stöndum uppi með rosalega góðar stofnanir.“

 

Ítarlega er rætt við Ingibjörgu Birnu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is