Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2015 10:01

Sýningar og tónleikar framundan í Akranesvita

Skagakonan og áhugaljósmyndarinn Þórdís Björnsdóttir hefur opnað ljósmyndasýningu á annarri hæð Akranesvita, þar sem hún sýnir myndir sínar á næstu vikum. Um er að ræða tuttugu fjölbreyttar myndir, sem hafa margar hverjar á sér ævintýralegan blæ. Þórdís tók flestar myndirnar sjálf og hefur unnið þær í tölvu og sett saman. „Þetta eru bara uppstillingar mínar og hugmyndir. Í samsettu myndunum nota ég allt frá tveimur og upp í fimm ólíkar myndir og blanda þeim saman,“ segir Þórdís. Hún segist þó ekki geta blandað hverju sem er saman, passa þurfi upp á birtu og litasamsetningu þó að ýmislegt sé hægt að laga í myndvinnsluforritum. Sýningin er sölusýning og verður opin í vitanum fram yfir Vökudaga.

 

 

Þó að komið sé fram á haust verður ýmislegt um að vera í vitanum enda er búið að framlengja ráðningarsamning við vitavörðinn fram til næsta vors. Á fyrstu hæð Akranesvita er málverkasýning myndlistarkonunnar Önnu S. Helgadóttur og næstkomandi laugardag verður frumflutt tónverk í vitanum. Það er hljómsveitin Mógil sem flytur verkið, sem samið er sérstaklega fyrir Akranesvita. Viðburðurinn er hluti af verkefninu „Akranesviti: Rými til tónsköpunar“ sem var styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnið snýst um að rannsaka hljómburð og endurkast í rými Akranesvita með sérstöku tilliti til tónsmíða og tónlistarflutnings í rýminu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is