Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2015 11:11

Íslenskur ferðavefur valinn sá besti í heimi

Íslenski ferðavefurinn, TripCreator.com hlaut í gær WebAwards verðlaunin sem besti ferðavefur heims árið 2015. Í úrskurði dómnefndar, sem skipuð er sérfræðingum víðsvegar að úr heiminum, segir meðal annars að upplýsingarnar á vefnum séu víðtækar og vel settar fram. Hugað sé að hverju smáatriði þannig að ferðamaðurinn geti átt annað hvort einfalda ferð eða flókna, þar sem mælt er með margskonar afþreyingu eða áfangastöðum. Einnig kemur fram að síðan sé gagnvirk og tali sannarlega til ferðamannsins. Vefurinn hlaut 68,5 stig af 70 mögulegum og fékk því einkunnina 9,8 og titilinn besta ferðasíða heims árið 2015.

TripCreator vefurinn fór í loftið í vor en hefur verið í þróun frá því í janúar 2013. Hann hefur hlotið frábærar viðtökur viðskiptavina sem nú þegar hafa bókað þúsundir gistinátta, bílaleigubíla, dagsferða og afþreyingu í gegnum vefinn. Í vor ræddi Skessuhorn við Skagamanninn Tómas Guðmundsson, sem er einn af höfundum vefsins. Hann segir verkefnið og útfærsluna á bak við vefinn vera einstaka á heimsvísu og styðja þessi alþjóðlegu verðlaun við þá fullyrðingu.

 

 

WebAwards verðlaunin eru árlega veitt vefsíðum sem þykja framúrskarandi hver í sínum flokki og var TripCreator tilnefndur í flokki sem tileinkaður er ferðasíðum. Að baki verðlaununum standa samtökin Web Marketing Association, sem veitt hafa þessi virtu verðlaun frá árinu 1997. Meðal sigurvegara í öðrum flokkum má nefna stór fyrirtæki á borð við Virgin Atlantic, Mercedes Benz, AT&T, Samsung og Adidas. „Þetta er gríðarlega mikill heiður fyrir ungt íslenskt nýsköpunarfyrirtæki,“ segir Hilmar Halldórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Við stefnum á að færa út kvíarnar og opna fyrir nýja áfangastaði snemma á næsta ári, þess vegna skiptir þessi viðurkenning okkur miklu máli.“

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is