Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2015 09:55

Fjáröflunarsamkoma á sunnudaginn til stólakaupa fyrir Brákarhlíð

Margrét Sigurþórsdóttir starfsmaður á Brákarhlíð í Borgarnesi tók upp á sitt einsdæmi að fara af stað með fjáröflun fyrir stólakaupum í félagsaðstöðu á heimilinu. Í gamla matsalnum í Brákarhlíð er góð aðstaða fyrir margskonar afþreyingu og samkomur. Þar hafa starfsmenn stundum boðið íbúum Brákarhlíðar upp á skemmtanir eins og bingó eða bíósýningar. „Það er svo leiðinlegt að geta ekki gert neitt almennilegt hér því það vantar stóla fyrir fólkið. Það eru bara örfáir stólar hér inni og því ekki margt hægt að gera. Þá er salurinn ekki leigður út fyrir samkomur eða slíkt ef ekki eru stólar. Það væri upplagt að geta gert eitthvað slíkt. Fyrir nokkru síðan ákvað ég að hafa bíósýningu í salnum fyrir íbúana, enda frábær salur og mjög flottur fyrir slíkt, en þá lentum við í því að það voru ekki stólar fyrir alla. Við starfsfólkið vorum því á hlaupum um allt að ná í stóla hingað og þangað svo allir gætu nú verið með,“ segir Margrét.

 

 

 

Rík af hjálpsömu fólki

„Um kvöldið eftir bíósýninguna fór ég að hugsa þetta og mig langaði að gera eitthvað svo hægt yrði að kaupa fleiri stóla í salinn. Ég ákvað þá að ég ætlaði að vera með fjáröflunarviðburð. Ég heyrði í Sissa syni mínum og hann tók mjög vel í þetta og sagði strax að hann gæti verið hljóðmaður fyrir mig,“ segir Margrét og bætir því við að hún sé nú mjög rík af hjálpsömu fólki. Í fjölskyldu Margrétar er mikið af tónlistarfólki og allir eru boðnir og búnir að aðstoða. „Stuttu síðar, eða núna í vor, fórum við starfsfólkið í starfsmannaferð og þar bar ég þessa hugmynd mína upp. Ég sagðist glöð taka á móti allri aðstoð og væri að leita að sjálfboðaliðum. Ég tók það þó fram að ég vildi ekki fá neina neikvæðni og eingöngu þeir sem væru jákvæðir fyrir þessu ættu að bjóða sig fram. Það fór svo að rúmlega 30 manns skráðu sig og voru tilbúnir að hjálpa,“ segir Margrét og brosir. Margar hendur munu því koma að verkinu.

 

Gamli ungmennafélagsandinn

Fjáröflunarsamkoman verður svo í Hjálmakletti sunnudaginn 6. september klukkan 14. „Þetta verður svona söngur, grín og glens, gamli ungmennafélagsandinn verður ríkjandi,“ segir Margrét og hlær. „Við höfum komið að opnum dyrum hjá öllum sem við höfum leitað til með aðstoð. Borgarbyggð lánaði okkur t.d. húsnæðið endurgjaldslaust og nemendur úr menntaskólanum ætla að koma og bjóða börnum upp á andlitsmálun. Það hafa bara allir verið boðnir og búnir til að hjálpa. Eva Margrét, barnabarn mitt, og Snorri, maðurinn hennar, ætla að syngja, Olgeir Helgi og Íris Björk koma einnig fram og fleiri. Svo má ekki gleyma Brákarhlíðarkórnum sem hefur verið að æfa stíft og mikil tilhlökkun er hjá þeim og okkur öllum. Svo er hópur kvenna 67 ára og eldri sem ætla að sýna gestum línudans,“ segir Margrét að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is