Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2015 12:34

Fóðurbíll með tengivagni valt á Mýrunum

Í morgun varð það óhapp á veginum skammt frá Laxárholti í Hraunhreppi á Mýrum að fóðurbíll frá Líflandi með áföstum tengivagni fór á hliðina. Bílstjórann sakaði ekki en bæði bíllinn og eftirvagninn eru illa farnir ef ekki ónýtir. Tækin þvera nú veginn eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Óhappið varð á stað þar sem slæm laut eða skvompa hefur verið í veginum um langt skeið. Að sögn Unnsteins Smára Jóhannssonar bónda í Laxárholti hefur vegurinn frá Hundastapa að Laxárholti að hans mati verið vanræktur af Vegagerðinni. „Það eru stór kúabú rekin hér á þessu svæði sem kalla á mikla þungaflutninga m.a. á fóðri og mjólk. Viðhald vegarins er engan veginn í samræmi við álagið og því algjörlega óviðunandi. Ég hef ótal sinnum kvartað yfir þessu við Vegagerðina, en án árangurs, og líklega mun ég nú kæra Vegagerðina fyrir vanrækslu. Um síðustu helgi var síðan sett möl í nágrenni við þessa skvompu en ekki fyllt ofan í hana sjálfa og alls enginn frágangur átt sér stað. Sú aðgerð bætti ekki ástand vegarins og á líklega sinn þátt í að fóðurbílstjórinn lendir í því að velta bílnum,“ segir Unnsteinn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is